Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 29
27
spyrnuíþróttinni. En því fer f jarri, að áhugi drengja hér í bænum
um þetta leyti væri allur á þessu sviði.
Kvikmyndir var farið að sýna hér á landi á þessiun árum að
vísu. Nýja Bíó (í Hótel ísland) tók til starfa 1912 og þá var Gamla
Bíó búið að starfa í Fjalakettinum nokkur ár, en þar áður voru
kvikmyndir (þá kallaðar hreyfimyndir), sýndar í Bárunni og ég
man, að ég sá þar kvikmynd af brezku riddaraliði í Búastyrjöld-
inni. Var ég þá smástrákur og var hrifnin mikil. En áhrif kvik-
myndanna voru ekki líkt því eins mikil hlutfallslega og nú. —
Áhugi okkar drengja kom fram í ýmsu og mun hafa verið sízt
minni en unglinga nú. Félagsskapur var f jörugur í skóla, umræðu-
fundir og lesin upp blöð, eins og tíðkast, og ég man það, að þegar
ég var í busabekk var áhuginn fyrir búnaðarmálum svo mikill, að
við Páli Guðmundsson (Kolka) og Guðmundur Óskar Einars-
son (læknir) stofnuðum búnaðarmálablað, sem við lásum upp á
fundum og ræddum efni greinanna. Þar byrjaði ég mína blaða-
mennsku og þýddi í blaðið okkar úr dönsku ágæta grein um berkla-
veiki í kúm, en ekki skal ég fullyrða að þýðingin hafi verið óað-
finnanleg. Skólabróðir okkar einn, Haraldur Andrésson (járn-
smíðameistari), gerðist aðili í fyrirtækinu síðar og skrifaði um
útgerðarmál. En svo voru það stóru málin, sem áttu athygli margra
okkar óskerta, fánamálið t. d., og við strákar fórum oft á þing
og hlustuðum af miklum hátíðleik á málsnjalla menn, eins og
Björn Jónsson, Bjarna frá Vogi, Benedikt Sveinsson, Harrnes Haf-
stein, Jón Ólafsson, Jón frá Múla og marga fleiri, flytja hinar
skörulegustu ræður.
17. júní 1911 er minnzt afmælis Jóns forseta. Og það atvikaðist
þannig, að við, drengirnir í Fram, verðum í flokki þeirra, sem
koma fram við hin miklu hátíðahöld í tilefni þessa merka af-
mælis.
17. júní 1911, er einhver fegursti sumardagur sem ég man. Það
var mikið um að vera þennan dag. Ég man ekki eftir neinum 17.
júní, né öðrum slíkum degi, er annar eins hátíðarbragur var á
öllu, eins mikill virðuleiki, eins innileg hátíðargleði í huga manna.
6—7000 manns tóku þátt í skrúðgöngu, með landsstjórn í farar-
broddi, suður í kirkjugarð, en svo var haldið að Alþingishúsinu,
þar sem Jón Jónsson (Aðils) sagnfræðingur flutti ræðu svo snjalla,
að önnur snjallari mun ekki hafa verið flutt af svölum hinnar
gömlu og virðulegu stofnunar, Alþingis. Jón sagnfræðingur sagði
í ræðu sinni, að hjá Jón Sigurðssyni kæmu þjóðareinkennin, ís-