Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 34

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 34
32 lagi vor. Fékk Bjarni þar afar drengilegan hóp ungra áhuga- manna á fána-vettvangi sínum. Og sá áhugi barst brátt með ung- mennafélögunum út um allt land. # * * Svo kom árið 1907 með sinn merka kafla í fánamálinu: Fundinn á Lögbergi, og síðan Konungskomuna á Þingvöll, og gerðist þar í rauninni ýmislegt markvert, sem vert væri að halda á loft. Þá héldum við U.M.F.I. fyrsta Sambandsþing Ungmennafélags Islands — undir okkar stóra bláhvíta fána yfir stóru tjaldi okkar í brekk- unni ofan við vellina: Einasta bláhvíta fánanum, sem nokkuð bar á á Þingvöllum 1907: hrópaði hátt, sökum stærðar og staðar. — Lítill ,,borð-fáni“ var að vísu tengdur við burstina á stóru tjaldi Benedikts Sveinssonar og ,,hans manna“ niðri á Völlunum, og gætti þess lítið. — Á okkur ungmennafélögum bar aftur á móti allmikið, þar eð auk stórs tjalds undir stórum íslenzkum fána á mjög áberandi stað voru allir fulltrúar ungmennafélaganna á Sambandsþingi í glæsilegum litklœðum! — Hvort tveggja mark- vert atriði í fánamálinu! — En þó hef ég hlaupið yfir tvennt, sem ekki ætti að sleppa, sem er kjarna-atriði fánaþáttarins í sögu kon- ungskomunnar á Þingvöll 1907, — og bæti ég því hér við: Nokkrum dögum fyrir konungskomuna 1907 hafði Hannes Haf- stein ráðherra beðið mig að finna sig að máli. Fór ég til hans á ákveðnum tíma, og tók hann mig þegar tali mjög vingjarnlega. Kvaðst hann hafa frétt, að við ungmennafélagar myndum ætla að halda landsfund á Þingvöllum um Konungskomuna, og kvað ég það rétt, og væri tilgangur vor að stofna landssamband allra þeirra ungmennafélaga, sem sprottið hefðu upp víðsvegar um landið á furðulega skömmum tíma. Spjölluðum við fram og aftur um mannfögnuð þann og fjöl- menni er þá myndi safnast saman á Þingvöllum í sumarblíðunni, og væri því óskandi að hún héldist . . . Skyndilega verður ráðherra alvarlegri á svip og breytir um róm: Kveðst hannhafa frétt, að við ungmennafélagar mundum ætla að stofna til skrúðgöngu niður Almannagjá undir þeim nýja fána, sem nú hefði verið hafinn áróður fyrir, jafnvel af sumum stjórnmálamönnum og þingmönnum. # # #

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.