Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 45

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 45
Þá settust margir undir ár- I bó kminni, „Óx viður af vísi. — Dagblað í sextíu ár“, sem út kom s. 1. vor, gat ég þess í kaflanum um ritstjórnartíma Páls Stein- grímssonar, hve margir ritfærir menn hændust að Vísi, og að það varð blaðinu ómetanlegur stuðningur á miklu erfiðleika tímabili í sögu þess. Þá settust margir undir ár með okkur. Ég fór um þetta svofelldum orðum: „Fyrr hefur verið að því vikið, hvernig mætir, vel ritfærir menn hændust að Vísi og héldu tryggð við hann, allt frá stofnun hans, og var slík liðveizla ávallt hin mikilvægasta og enn mikilvægari vegna stækkana á blaðinu. Sérstaka athygli vil ég vekja á því, hve margir bókmennta- og listamenn hændust að blaðinu, vegna skaðanafrjálslyndisins, og vegna kynna við þá Baldur og Pál. Þegar ég var að fletta árgöngum Vísis frá þessum tíma, krotaði ég hjá mér nöfn þeirra, sem greinar voru eftir í blaðinu, og urðu nöfnin á þriggja ára tímabili hátt á annað hundrað. Sá listi „segði sína sögu“, ef rúm leyfði að birta hann . . .“ Það, sem þeir lögðu til, var að sjálfsögðu margíslegs efnis, og innan um eru greinar eftir menn, sem fóru ekki „bónleiðir til búðar“, ef þeir þurftu að rétta hlut sinn eða annarra eða segja skoðun sína á málum, sem á döfinni voru, en frá þessu er sagt nokkru nánara í bókinni. En hér er nú listinn: Aðalsteinn Sigmundsson, kennari; Aðalbjörg Sigurðardóttir; Alexander Jóhannesson, dr.; Anna Bjarnadóttir frá Sauðafelli, kennari; Arngrímur Ólafsson, vélsetjari; Arngrímur Kristjánsson, skólastjóri; Ágúst H. Bjarnason, prófessor; Ársæll Árnason, bók- sali; Árni G. Eylands; Árni frá Höfðahólum Árnason; Árni Jó- hannsson, bankamaður; Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur. Baldur Andrésson, stud. theol.; Baldur Möller ráðuneytisstjóri; Benedikt Sveinsson, alþm.; Benedikt L. Jakobsson, íþróttakennari; Bjarni Benediktsson, forsætisrá:ðherra; Bjarni M. Gíslason, rit- höfundur; Bjarni Jónsson frá Vogi, alþm.; Bjarni Jónsson, vígslu- biskup; Bjarni Sæmundsson, dr.; Björn Bjarnason, hreppstjóri,

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.