Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 24

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 24
22 ar, verða menn að lesa hana með sambærilegri athygli. Þar er einn- ig til þess gulls að grafa, er borgar ríkulega áreynslu lesandans. Með þýðingum sínum á á öndvegisritum Hardys, Tess og Heim- alningnum, hefur Snæbjörn Jónsson unnið þakkarvert afrek, og báðar eru þær mikill fengur íslenzkum bókmenntum. Jafnframt því og að Thomas Hardy skipar heiðurssess meðal allra fremstu skáldsagnahöfunda í enskum bókmenntum, og hefur orðið fastari í þeim sessi á undanförnum árum, var hann, eins og séra Benjamín víkur að í formála sínum, hið ágætasta ljóðskáld, en frekari greinargerð um þá hliðina á ritsnilld hans liggur utan takmarka þessarar umsagnar. Þó má geta þess, að til eru á ís- lenzku þýðingar af ljóðum hans bæði í kvæðabókum Snæbjarnar Jónssonar og í þýðingasöfnum þeirra Magnúsar Ásgeirssonar og Helga Háldánarsonar, og ef til vill víðar, þótt ég muni ekki eftir því í svipinn. Bækur þær, sem hér hafa verið teknar til nokkurrar athugunar, eru vandaðar mjög að ytri búningi og aftan við meginmál þeirra margar myndir, og eykur það gildi bókanna. Verður það eigi sízt sagt um myndir þær, er fylgja þýðingu Heimálningsins og bregða birtu á meginefni skáldsögunnar og persónur þær, er þar koma mest við sögu. Bláhvíti fáninn,. 11. árgangi Rökkurs (Winnipeg 1922 og Reykjavík 1966, 2 útg. aukinni og breyttri) var birt erindið Silfurhœrur, sem ég samdi vestra og flutti að beiðni Sigurðar Júl. Jóhannessonar skálds og læknis í Lundum (Lundar) í Manitoba, 22. júní 1922. Þegar út- gáfa Leifturs hf. af ljóðmælum föður míns var í prentun (5. út- gáfa, 1958), gerði ég það fyrir beiðni Gunnars Einarssonar, að láta erindið koma þar, og fyrir hvatningu Jóns úr Vör flutti ég það í útvarpi og var það endurtekið þar. — I inngangi að erindinu, er það var endurbirt og endurflutt, tók ég fram, að það vœri hirt, eins og pað var samið vestra. 1 þessu erindi rakti ég ýmsar bernskuminningar og segi m. a.: „1 garðiuum voru tvær litlar flaggstengur . . . á annarri var

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.