Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 16

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 16
14 ens á þessu tímabili, að árið 1841 komu út eftir hann tvær skáld- sögur, Barnaby Rudge og The Old Curiosity Shop, báðar um margt hinar athyglisverðustu. Prægð hans hafði, eins og vænta mátti, borizt vestur um haf, og þegar hann lagði leið sína þangað í fyrra sinni (1842), og las þar upp úr verkum sínum, var aðsóknin að samkomum hans geysi- mikil, og honum var tekið með kostum og kynjum. Kvartanir hans yfir því, að bækur hans hefðu verið gefnar þar út í leyfis- leysi og hann enga greiðslu hlotið, féllu, hins vegar, í grýtta jörð. Eftir heimkomuna úr vesturförinni gaf hann út (haustið 1842) bókina American Notes, og kemur þar fram, að margt hafði hann augum litið í amerísku þjóðlífi og stofnunum, sem honum var eigi að skapi, og hann gagnrýnir. Einkum varð djarfmæltur kafli hans um þrælahaldið til þess að afla honum óvinsælda af margra hálfu vestan hafs, en skoðanir hans á því máli voru í fullu samræmi við þann mannúðaranda og umbótahug, sem finnur sér framrás í skáldsögum hans. I annarri bók hans, Martin Chuzzlewit (1843— 44), er átti rætur að rekja til Ameríkuferðarinnar, þótti Amer- íkumönnum einnig nærri sér höggvið í sumum mannlýsingum. Hvað, sem um það má segja, þá er hitt víst, að sumar söguper- sónurnar eru meðal hinna minnisstæðustu í fjölskrúðugu mynda- safni mannlýsinga skáldsins, ekki sízt hræsnarinn Seth Peck- sniff. Jólabækur Dickens eru snar þáttur og gagnmerkur í því bóka- flóði, er streymdi úr penna hans. Hin fyrsta og frægasta þeirra, Christmas Carol, kom út í desember 1843, og hafði skáldið samið hana á einum mánuði. Gekk sala hennar dræmt í fyrstu, en jókst stöðugt síðar, svo að óhætt má segja, að liún hafi farið sigurför víða um lönd, og nýtur enn mikilla vinsælda, enda fyrir löngu orðin sígillt rit í enskum bókmenntum. Á hún víðtækar vinsældir sínar að þakka látleysinu og einlægninni í frásögninni, næmleik tilfinninganna, og áhrifamiklum mannlýsingum. Af öðrum vinsæl- um jólasögum Dickens, sem út komu á næstu fjórum árum, má einkum nefna The Chimes (1844) og The Cricket on the Hearth (1845). Ein hinna merkari skáldsagna hans er Dombey and Son (1846 —1848), prýðisvel gerð saga, alvöruþrungin að efni, og skaphöfn Dombeys kaupmanns, aðalsögupersónunnar, túlkuð af nærfærni og skilningi. 1 þessari skáldsögu sinni er Dickens bæði vandlæt- arinn og söguskáldið, er leggur jafna rækt við tjáning hugmynda

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.