Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 17
15
og persónulýsingar. Annars er kjarni sögunnar fordæming ættar-
drambs og auðsdýrkunar.
Kemur þá að þessari bók hans, sem hlotið hefur mest lof gagn-
rýnenda og almennra lesenda af öllum verkum hans, og höfund-
urinn sjálfur leit sömu augum, en það er David Copperfield (1849
—50). Er það að miklu leyti saga sjálfs hans, sagan um það,
hvernig hann hófst úr fátækt og lítilsvirðingu á æskuárum til
frægðar og frama í heimi bókmenntanna; var honum það æ hið
mesta undrunarefni, enda er hún með hreinasta ævintýrabrag,
sagan sú. Hér er það viðfangsefni túlkað með áhrifamestum hætti
í ritum hans, mannlýsingarnar í heild sinni með sterkum raun-
veruleikablæ, og sannfærandi að sama skapi, og atburðarásin föst
í skorðum. En þessi sjálfsævisaga er sögð á svo breiðum grund-
velli, að hún verður jafnframt táknræn. 1 höndum Dickens verð-
ur Davíð táknmynd allra drengja, sem áveðurs standa á æsku-
árum.
I næstu skáldsögu sinni, Bleak House (1852—53), gerist Dick-
ens aftur umbótamaðurinn, er, um annað fram, lætur ádeilu sína
bitna á dómstólunum fyrir seinlæti þeirra og mannúðarskort í
lagaframkvæmdum. Er saga þessi mjög vel rituð og áhrifahikil.
Næstu tvær skáldsögur hans eru af skyldum toga spunnar. 1 Hard
Times (1854) lýsir hann hinum hörðu kjörum, sem verkamenn
eiga við að búa undir járnhæl iðnvæðingarinnar og harðúðugra
iðnrekenda. í Little Dorrit (1855—57) deilir hann óvægilega á
yfirborðsmennsku og aðrar veilur í brezku þjóðlífi. Er þetta vel
samin saga, og auka mannlýsingarnar á gildi hennar.
En Dickens hafði mörg járn í eldinum á þessum árum ævi sinn-
ar. Samhliða ritstörfum sínum og ritstjórnarstörfum, fann hann
starfsorku sinni framrás í stjórn leiksýninga og beinni þátttöku
í þeim, en hann var gæddur miklum leikarahæfileikum. Hann var
einnig eftirsóttur ræðumaður við margvísleg opinber tækifæri og
óspar á að lesa upp úr verkum sínum á samkomum í þágu góðra
málefna og stofnana.
Hann hafði auðgast vel á ritstörfum sínum, svo að árið 1856
gat hann gert að veruleika hugstæðan draum sinn, en það var að
kaupa stórhýsið Gad’s Hill Place á Suður-Englandi, er hann hafði
dáð svo mjög á æskuárum sínum á þeim slóðum. En heimilisböl
varpaði skugga yfir líf hans. Sambúð þeirra hjónanna hafði stöð-
ugt farið versnandi, og skyldu þau að lögum árið 1858 eftir fullra
tuttugu ára hjónaband.
En heimilisbölið og það rótleysi, sem það kom á huga Dickens,