Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 37
35
talað við hana um kvæði Tennyson’s, og kannaðist hún við kvæðið
Rispa, og hún hét mér því að reyna að útvega mér kvæði Tenny-
son’s, er hún kæmi heim . . .
Tímarnir breyttust. Brezka setuliðið var kallað heim, en þar
var þess nú þörf. En samið hafði verið við U.S.A. um mannaskipti
á íslandi. Mary Woodhouse hafði heitið þvi að skreppa til Mý-
vatns, áður en hún færi af landi burt, og sagði ég henni, að þá
yrði hún að segja mér ferðasöguna á íslenzku, er hún kæmi til
að kveðja. Oy þetta gerði hún eftir beztu getu.
All-löngu seinna fékk ég sendingu frá Mary Woodhouse. Henni
hafði gengið illa að ná í „a complete volume of Tennyson’s poems,
(heildarsafn af ljóðum Tennyson’s). Þetta var mikil sending:
The Works of / ALFRRD LORD TENNYSON. Poet laureate. —
London: Macmillan and Co. And New York, 1893. — 1 góðu bandi.
Smáletruð: 807 bls. Og nú las ég allt kvæðið á frummálinu. Þýð-
ing Kvarans er bráðsnjöll og prýðileg.
Undir bréfinu frá Mary Woodhouse, sem sendingunni fylgdi,
var hripað á ensku: Kær kveðja frá M. W. Biður svo fyrir kæra
kveðju til Heigu vinkonu sinnar og þau skilaboð, að hún muni
óefað koma aftur til Islands, þegar þessari œgilegu styrjöld verði
lokið.
I sjálfu bréfinu skýrði Mary frá því, að hún myndi innan skamms
verða send til Austurlanda ásamt öðru sjúkraliði, og Colonel Bird
muni einnig verða sendur . . . Ég skrifaði Mary Woodhouse um
hæl og þakkaði henni fyrir sendinguna góðu og glæsilegu, og
óskaði henni allrar blessunar á þessum háskalegu ferðum hennar.
Bréf Mary var skrifað 11. nóv. 1942. — Þann 20. janúar 1943
fæ ég svo bréf frá systur hennar, S. Woodhouse (ógiftri). Hún
þakkar mér kærlega fyrir hönd systur sinnar fyrir viðkynningu
okkar, og hve vel Mary hafi unað sér hjá okkur Islendinginn, og
allir verið sér góðir og elskulegir . . .
Hún segist taka sér það mjög nærri að þurfa að svara bréfi
systur sinnar, en það hafi hún orðið að opna. — Eins og nú
horfi við, vofi sú frétt yfir, að Mary systir hennar muni hafa
farizt á sjó í austurför sinni um 7. desember 1942. „Við fengum
tilkynningu frá Hermálaráðuneytinu 8. janúar. Mary mun hafa
farið frá Englandi áleiðis til Austurlanda um 26. nóv., og ekkert
heyrzt frá henni síðan. Ráðuneytið veit enn ekkert frekar, en
alls konar fréttir eru á sveimi: að skipinu hafi verið sökkt í Mið-
jarðarhafi, og engum bjargað o. s. frv. En við vonum svo inni-
*