Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1971, Blaðsíða 11
9
herra, landritara og kennurum öllum, og var þá Sigríður Sigurðar-
dóttir, forstöðukona Hótels Skjaldbreiðar hæstráðandi í eldhúsi,
og stjórnaði þar af alkunnum skörungsskap, og amaðist ekkert
við litla snáðanum, sem þar var að sniglast, af því að hann varð
að halda sig í hæfilegri fjarlægð á slíku kvöldi, en fátt fór fram
hjá leitandi barnsaugunum, og vel man ég móður mína, klædda
sínum fagra skautbúningi, þar sem hún sat við hinn fjarlægari
borðenda við hlið Hannesar Hafstein. Er staðið var upp frá borð-
um, var farið upp í stofurnar uppi, þar sem veitt var kaffi og
líkjör.
Faðir minn naut sín jafnan vel í samkvæmum. Tækifærisræður
hans, ekki sízt veizluræður, voru rómaðar, og í einkasamkvæm-
um, eftir að ég fermdist, þar sem við öll vorum gestir, man ég hve
hann gat eins og lyfzt á flug í viðræðum, einkum við þá, sem
voru latínumenn eins og hann, og flóði latínan þá af vörum hans,
eins létt og ljóð af vörum íra, sem fer allt í einu að raula þjóð-
lag, af því að honum finnst, að hann geti betur túlkað með því,
það sem í huganum býr en í bundnu máli. Ég hef raunar líka
kynnzt öðrum Islendingum gamla tímans, og þó yngri, sem þannig
eins og tókust á loft í miðri frásögn, og var einn þeirra dr. Sig-
fús Blöndal orðabókarhöfundur. Á unglingsárum mínum heim-
sótti ég hann á heimili hans í Kaupmannahöfn. Það var á tíma
fyrri heimsstyrjaldar og tal hans barst að stríðinu milli Dana og
Þjóðverja 1864, er Danir urðu að láta Slésvík af hendi, og baráttan
hafin til þess að vinna það upp með ræktun Jótlandsheiða, sem
glatast hafði („hvad udad tabes, skal indad vindes“).
„Þér kannist við baráttusönginn, sem sprottinn var upp úr þess-
um jarðvegi," sagði dr. Sigfús, og svo fór hann að syngja:
„Det haver saa nyligen regnet,
det har stormet, men stormen gjorde stærk . . .“
Kvæðið þekkti ég og lagið, en hitt var mér ekki kunnugt um.
Einhverntíma las ég einhvers staðar, að faðir minn hefði títt
sést á göngu í bænum „og alltaf einn“. Hafi einhver skilið þau
orð svo, að hann hafi verið maður ómannblendinn eða einmana,
jafnvel vinafár, er það mikill misskiiningur. Minnistætt er mér,
er hann var á gangi í miðbænum með einhverjum vina sinna eða
kunningja, sem voru fjölmargir í hópi menntamanna og annarra
borgara, og var þá tíðast gengið kringum Austurvöll hvern hring-
inn af öðrum og rabbað saman.