Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 6
Frelsisbæn Pólverja
Fyrir atbeina Haralds Blöndals var þýðing föður míns birt í
Morgunblaðinu í desember sl. og fer umsögn Haralds hér á eftir
með leyfi hans.
Axél Thorsteinson.
Ingvar Gíslason, menntamálaráðherra, vakti athygli á sálminum
„Guð, þú sem vorri ættjörð skýldir áður“, í grein í Mbl. sl. fimmtu-
dag, en var ekki viss um sögu hans.
Sálmur þessi heitir Frelsisbæn Pólverja, og er eins konar þjóð-
söngur Pólverja, svipað og Island ögrum skorið. Hann er eftir
pólska ættjarðarvininn og skáldið Felinski, sem var uppi um alda-
mótin 1800, þegar Póllandi var skipt milli Prússlands, Austurríkis
og Rússlands. 1 viðtalsbók við frelsishetjuna Walesa, en sú bók er
nýkomin út, segir frá því að kommúnistar hafi látið banna þennan
sálm, en eftir miklar samningaumleitanir milli kirkjuleiðtoga og
kommúnistaforsprakkanna var hann leyfður, en kommúnistarnir
létu yrkja síðustu hendinguna upp: „Gef oss vort land og frelsa
það úr viðjum“ var fellt niður en í staðinn sett: „Gott er vort
land og frelsi þess vér styðjum".
Eins og Ingvar sagði frá, þýddi Steingrímur Thorsteinson Frels-
isbænina. Hún er fimm erindi. Lagið er þekkt á Islandi, og er í
Fjárlögunum, fyrra hefti (íslenskt söngvasafn fyrir harmoníum
eftir Sigfús Einarsson og Halldór Jónasson.
Ég geri ráð fyrir því, að margir prestar muni minnast Póllands
í prédikunum nk. sunnudag. Væri ekki vel við hæfi að syngja
Frelsisbæn Pólverja við messur þann dag?
Haraldur Blöndal.
(1 lagasafni S. E. og H. J. segir að lagið sé pólskt þjóðlag. A. Th.)