Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 66

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 66
64 hafði lagt á ráðin — og hann lét hana ráða. Hann hafði ekki fram- tak í sér, til þess að fara sínar götur, skorti sjálfstraust, efaðist um hæfileika sina. En móðir hans, sem var miðaldra kona, með sjónarmið roskinnar konu, sem hefir nokkurn beyg af framtíð sonar síns, nema hann komist í örugga höfn, hafði rætt við hann af varfærni, en allt af í sama tón og allt af klifað á því sama: „Þú ættir að kvongast Irene. Það er stúlka við þitt hæfi, eina stúlkan, sem er eins og sköpuð handa þér. Hún er ekki fríð sýn- um — ég veit það, en hún er alvörugefin stúlka og verður dugleg húsmóðir, og þótt hún sé ekki auðug, getur hún talit sæmilega efnuð. Þú gætir nú heldur ekki sett þér það mark, að fá auðuga konu ..., hún mun reynast þér góð kona og ala þér börn — hvers geturðu frekar óskað? Það er tilgangslaust að reisa neinar skýja- hallir, það veiztu. ...“ En hann var hættur að reisa skýjaborgir. Hann gekk að eiga Irene til þess að verða við óskum móður sinnar, og hann vandist því lífi, sem í hennar augum var hamingjulíf, af því að allt var öruggt og í traustum skorðum. En það var allt svo grátt og litlaust — eins og að reika í draumi í sjúkrastofu. Móðir hans hafði vitað hvað hún söng þegar hún talaði um skýjahallir, því að ef Guglielmo nokkuru sinni reisti sér skýjaborgir var það vegna þess að hugur hans hafði hneigzt til önnu, sem var dóttir einnar systur föður hans, sem hafði gifzt auðugum og slyngum kaupsýslumanni. Anna var þvi upp yfir hann hafin, að áliti móðurinnar. Þegar hann var drengur og á unglingsárum hafði hann komið tíðum á heimili þessarar föðursystur sinnar, en þegar frænka hans sá hvert krókurinn beygðist, breyttist viðmót hennar — því að hún vildi, að Anna giftist auðugum manni. Og Guglielmo hætti að heimsækja frændfólk sitt. Anna var há og ljós og grönn, fag- urlega klædd, og hvar sem hún gekk var ilmur í lofti. — Hún var skýjahalladisin, sem Guglielmo mátti ekki hugsa um. „Hví skyldi hún gera hann ástfanginn í sér? Til þess að giftast honum? O, sussu nei! Hún mundi stefna hærra. Og ef hún heldur, að hún elski hann ætti hún að gera sér ljóst, að hún lét líklega við hann sér til dægrastyttingar — í rauninni stendur henni alveg á sama um hann.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.