Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 20
18
moldargötur lítils bæjar, malarbyngi og þangfjörur, var að sumu
leyti eigi ólík þinni, þar sem hann á því skeiði ævinnar hafði
einnig verið barn gróandi grundar. Og svo síðar meir í fjötrum
sem þú?
En allir sem bundnir eru fjötrum, sýnilegum eða ósýnilegum,
ala vonir. Og svo komu þeir tímar, að okkar beggja virtist bíða
allt hið bezta, sem móðir okkar beggja átti bezt til.
Já, móðir okkar beggja, og allra, sem mennirnir eiga svo margt
gott upp að unna, þótt allir kunni ekki að meta það, sem vert er.
Innileg var gleðin yfir að hafa eignast þig, tengd voninni um að
ljúfir æskudraumar myndu rætast, og lagður grundvöllur að því
að geta horfið úr ys og þys bæjarlífsins í heim frjálsræðis og
kyrrðar, þar sem var vítt til allra átta, engir veggir, sem loka
neinn inni, eða byrgja sýn, jökla- og fjallaveggirnir, hvítir og
fagurbláir á heiðrikjudögum vetra jafnt sem sumra — líka oft
byrgðir skýjum, eins og til þess, að betur mætti njóta fegurðar-
innar, er upp birti.
Áður en ég flutti þig í hagann, á heimsóknarstundum í Tungu,
var mér ofarlega í hug, að nú væru framundan í lífi mínu þau
tímamót, er ég hafði svo lengi þráð, og að ef gifta fylgdi myndu
gamlir draumar rætast, og þó hafði ég áður nærri misst trúna á
það, því að það varð annars hlutskipti, að binda endi á sögu Þver-
holtanna sem eyðijarðar, og bjó þar fáein ár ásamt öldruðum
foreldrum, en betur fór en ég gat vonað, því að á hans tíma varð
ég eigandi þeirra, án þess að taka við þeim til ábúðar þegar. Og
rann þá upp nýr þáttur, er ég gat dvalist þar í sumarleyfum ásamt
konu minni og ungum sonum, og tjaldvist á fyrsta sumrinu, er ég
var eigandi orðinn, varð hún lífgjafi ungs sonar, og síðar kom
annar lítill sonur til sögunnar, og varð hlutskipti beggja, að eiga
sína bernsku að nokkru í návist þinni.
Minnisstæð er mér undrunin, sem það vakti, í hópi vina og
félaga, er þeim varð kunnugt, að ég ætlaði ekki að láta mér nægja
að hafa eignast jörðina, heldur byrja þar búskap, og var það þó