Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 67
65
Þannig hugsaði móðir Guglielmo. Og hún læddi þessu að hon-
um, er færi gafst. Stöðugt hafði hún klifað á hinu sama, grafið
undan þeim stoðum, sem hann helzt hefði viljað byggja á. Og
loks hafði hann gengið að eiga Irene. Og friður ríkti.
Og nú eftir nokkurra ára sambúð og tilbreytingarlaust líf var
Irene í þann veginn að ala honum son. Vitanlega yrði það dreng-
ur. 1 fyrstu fagnaði hann ekki, en er frá leið var hugur hans grip-
inn eftirvæntingu. Hún mundi ala honum son. Það var uppbót
fyrir allt, sem hann hafði farið á mis.
Hann stóð upp skyndilega og fór út í göngin. Sterkur lyfjailmur
barst að vitum hans. Ef hann legði við hlustirnar mundi hann
kannske heyra andvörp hennar ... en allt í einu brá fyrir skugga
— og svo var mælt styrkri, rólegri röddu:
„Rólegur nú, ég er kominn!“
Það var læknirinn, gamall vinur fjölskyldunnar, feitlaginn og
rjóður, sem eins og bar það með sér, að það gæddi hann nýju
þreki, að sinna læknisskyldunum, vera þar til hjálpar, sem nýtt
lífsljós kviknaði.
„Ég kom eins fljótt og mér var unnt ... hvernig líður henni
... vel... fyrirtak ... vertu ekki æstur — ég mundi fá mér göngu
í þínum sporum eða halda kyrru fyrir í lesstofunni. Ég kem eftir
eina eða tvær stundir og segi þér tíðindin.“
Hann fór hlæjandi inn í svefnherbergið. Guglielmo lagði leið
sína inn í lesstofuna. Andartak flaug honum í hug að fara að
ráði læknisins og fara út að ganga, en einhver óvissa, kvíðabland-
in gleði náði tökum á honum og hann fór hvergi ...
Hann settist aftur við skrifborðið. Og sömu hugsanirnar komu
aftur — eins og í fylkingu, hugsanir um liðna daga, einmitt nú,
á þessum tímamótum, er hann átti að hugsa fram, um son sinn
— framtíðina. Og hugurinn fló lengra og lengra — aftur í tímann.
Til liðinna daga. En hugsanirnar um þá voru hugsanir um önnu
— alltaf um önnu, nafn hennar, hana sjálfa.
Hann hafði séð hana nokkrum sinnum eftir að hann kvæntist.
Hún hafði ekki gifzt. Hún kaus að vera frjáls, — það sagði hún
sjálf og hló við. Nú var hún tuttugu og sjö ára, bjó ein, ferðaðist
mikið, hafði alltaf miklu að sinna, en var alltaf kát og jafnfögur
5