Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 12
10
en kjarrið lágvaxnara, nema til fjallanna, og því lágvaxnara sem
nær dró sjónum, og hvarf loks alveg.
En þar opnaðist nýr heimur. Grösugt land blasti við, blikandi
tjarnir og vötn, miklu stærri en á bernskustöðvunum, mergð
álftavatna, alger friðsæld. Um sendna bakka reið ég leirur, og
enn opnaðist nýr heimur, undraheimur, eyjar og sker, og iðandi
fuglalíf. Það var kvöld og um háfjöru, er ég kom að Álftanesi,
og seint um kvöldið gekk ég upp á klettaborg ofan túns og sat þar
langa stund. 1 vestri við sjóinn gnæfðu hamraborgir, er horft var
til hafs gat að líta sem garð skerja, en nær leirur, og var sem
sjórinn hefði horfið út fyrir öll sker, nema þau sem fjærst voru.
Geislar roðnandi sólar léku um sandlóuhópa á leirunum, og hinn
blendni ósamstillti kórsöngur sjófugla kvað við í eyrum.
En undir lágnættið, þegar allt er dottið í dúnalogn teygir Ægir
sína silfurfingur inn leirurnar, og á furðulega skammri stund —
eða svo virtist mér, þar sem ég sat þarna á borginni — hefir hann
endurheimt sitt. Og er ég geng niður af borginni og niður að tún-
jaðrinum, kvatt hið góða fólk í Nesi, stigið á bak hesti mínum
og haldið áfram vestur á bóginn, er hið blikandi haf víða aðeins
fáar faðmslengdir frá reiðgötunum. Og áfram hélt ég á leið minni
enn lengra vestur allt að Álftárósi, sem var ákvörðunarstaðinn
á ferðaslangrinu.
Ég rifja þetta upp, gamli vinur, af þvi, að mér er það minnis-
stætt, vegna þess, að þetta var í fyrsta sinn, sem ég „fór hring-
inn“, um sveitina neðan þjóðvegar, minnist ég þó ekki, að mér
hafi í þessari ferð orðið tíðlitið heim að Þverholtum. Líklega hefir
allt nær mér haldið athyglinnni fastri og vakandi. Og þó sést heim
þangað nærri hvarvetna á þessari leið, þegar ekki er horft til
hafs. En mér átti eftir að verða tíðlitið þangað, því að oft fór ég
sömu leið síðar, og eitt sinn — ef til vill nánast af tilviljun, —
varð mér litið þangað, og þeirri hugsun skaut upp, að það væri
furðu löng leið að þessum bæ, sem þó sást svo vel til úr fjarlægð-
inni. Og er mér þá og síðar varð tíðlitið þangað, ríðandi manni á
torfarinni leið, skaut ávallt þessu upp í huganum og varð mér
skemmtilegt íhugunarefni, að þessi bær þarna miðsveitis í víð-
lendri sveit, blasti nær ávallt við sjónum, — blasti við og gnæfði