Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 12

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 12
10 en kjarrið lágvaxnara, nema til fjallanna, og því lágvaxnara sem nær dró sjónum, og hvarf loks alveg. En þar opnaðist nýr heimur. Grösugt land blasti við, blikandi tjarnir og vötn, miklu stærri en á bernskustöðvunum, mergð álftavatna, alger friðsæld. Um sendna bakka reið ég leirur, og enn opnaðist nýr heimur, undraheimur, eyjar og sker, og iðandi fuglalíf. Það var kvöld og um háfjöru, er ég kom að Álftanesi, og seint um kvöldið gekk ég upp á klettaborg ofan túns og sat þar langa stund. 1 vestri við sjóinn gnæfðu hamraborgir, er horft var til hafs gat að líta sem garð skerja, en nær leirur, og var sem sjórinn hefði horfið út fyrir öll sker, nema þau sem fjærst voru. Geislar roðnandi sólar léku um sandlóuhópa á leirunum, og hinn blendni ósamstillti kórsöngur sjófugla kvað við í eyrum. En undir lágnættið, þegar allt er dottið í dúnalogn teygir Ægir sína silfurfingur inn leirurnar, og á furðulega skammri stund — eða svo virtist mér, þar sem ég sat þarna á borginni — hefir hann endurheimt sitt. Og er ég geng niður af borginni og niður að tún- jaðrinum, kvatt hið góða fólk í Nesi, stigið á bak hesti mínum og haldið áfram vestur á bóginn, er hið blikandi haf víða aðeins fáar faðmslengdir frá reiðgötunum. Og áfram hélt ég á leið minni enn lengra vestur allt að Álftárósi, sem var ákvörðunarstaðinn á ferðaslangrinu. Ég rifja þetta upp, gamli vinur, af þvi, að mér er það minnis- stætt, vegna þess, að þetta var í fyrsta sinn, sem ég „fór hring- inn“, um sveitina neðan þjóðvegar, minnist ég þó ekki, að mér hafi í þessari ferð orðið tíðlitið heim að Þverholtum. Líklega hefir allt nær mér haldið athyglinnni fastri og vakandi. Og þó sést heim þangað nærri hvarvetna á þessari leið, þegar ekki er horft til hafs. En mér átti eftir að verða tíðlitið þangað, því að oft fór ég sömu leið síðar, og eitt sinn — ef til vill nánast af tilviljun, — varð mér litið þangað, og þeirri hugsun skaut upp, að það væri furðu löng leið að þessum bæ, sem þó sást svo vel til úr fjarlægð- inni. Og er mér þá og síðar varð tíðlitið þangað, ríðandi manni á torfarinni leið, skaut ávallt þessu upp í huganum og varð mér skemmtilegt íhugunarefni, að þessi bær þarna miðsveitis í víð- lendri sveit, blasti nær ávallt við sjónum, — blasti við og gnæfði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.