Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 56
54
nætur þeirra vegna, að hún neytti eins lítils matar og hún frekast
þorði, að hún varð að nota hverja frístund í þeirra þágu. Sífellt
sendu þau til hennar. Það var svo margt, sem þau þurftu að biðja
hana um. Og svo sögðu þau:
„Þú ert heppin, að vera ein og óháð, og þurfa ekki að leita að-
stoðar neins.“
Nú fannst henni hins vegar, að hún hefði bugast svo í lífsbar-
áttunni, að hún þyrfti stuðnings við, einhvers, sem gæti sagt nei
fyrir hana, er hana skorti þrek til þess sjálfa. Hún fann nú, að
uppreisnarólgan í hug hennar hafði verið að búa um sig í mörg
ár, hún fann sárt til vegna óréttlætisins, sem hún hafði orðið
að þola, í sál hennar var hatur hins kúgaða. Allar þessar tilfinn-
ingar brutust nú fram eins og ólgandi vatn, sem leitar sér að far-
vegi, og hugur hennar var æstur og allar undir opnar.
„Þér finnst það einkennilegt, að ég skuli ætla að giftast.“
„Einkennilegt ... Hvað heldurðu að þau segi heima?“
Hann var næstum agndofa af undrun.
En þegar barið var að dyrum kom hreyfing á hann.
„Hver er þar?“
„Það er ég.“ var svarað djúpri röddu. „Má ég koma inn,
kennari?"
Kennslukonan stóð upp. Það mátti sjá á svip hennar, að henni
mislíkaði.
„Kom inn. Eg hafði sent þér boð með dætrum þínum. Hvers
vegna komstu?“
„Það skiptir engu. En ég vildi koma.“
Sá, er inn kom, var maður gildvaxinn og luralegur, klæddur
leðurjakka. Hreyfingar hans voru hægar og stirðlegar. Svipur
hans var dökkur. Andlitið hrukkað. Hann teygði úr fótunum þar
sem hann sat og vatnið lak af trésóluðu stígvélunum hans, en
hann mælti ekki orð af vörum. Pilturinn hafði á hann undrandi
og óttasleginn.
Paola var nú farin að prjóna ákaft og framkoma hennar bar nú
nokkurri taugaæsingu vitni. Hún spurði aðkomumann nokkurra
spuminga á mállýzku, sem Ugo skildi ekki, og maðurinn svaraði
lágum rómi og tilbreytingarlausum.
Birtan á lampanum féll á andlit komumanns. Svipurinn bar