Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 112

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 112
110 því að hann var dauðlúinn af ferðalaginu, og vildi helzt af öllu komast í rúmið. „Heyr mig, kona mín,“ sagði hann, „við skulum fresta öllu skrafi um þetta til morguns og fara að hátta!“ Nú víkur sögunni til Cornelio, sem enn stóð uppréttur í reyk- háfinum. Greip hann ótti eigi lítill, er hann heyrði, að maður Camillu var kominn heim. Nú var nágrönnunum sagt að fara og dyrunum læst, en reiðskjótar eiginmanns Camillu settir inn í hest- hús þar skammt frá. Fór hann upp í herbergi sitt og lét kynda bál, því að honum var hrollkalt, en þjónar hans tóku til að afklæða hann. En tveir manna þeirra, sem voru í fylgdarliði eiginmannsins, höfðu lagst fyrir í herberginu, þar sem Cornelio faldist, en honum leið því verr sem lengur leið, og vissi eigi hvað gera skyldi. Hinir, sem gengið höfðu til hvíldar annars staðar höfðu skilið þar eftir byss- ur sínar og kylfur. Þegar maður Camillu var háttaður fór hún niður ásamt þernu sinni til þess að reyna að bjarga Comelio með einhverjum hætti, ef unnt væri. Þegar hún sá þjónana tvo, sem þar höfðu lagst fyrir, sagði hún við þá: „Þið hefðuð ekki átt að leggjast fyrir hérna, því að allt er á tjá og tundri.“ En í þessu kom brytinn inn og sagði: „Lofið þeim að hvílast þarna í nótt, lafði mín, á morgun kemst allt í lag. Er nú langt liðið á nótt og tími til, að allir leggist til hvíldar.“ Camilla sá nú fram á, að sér mundi ekki verða unnt að hjálpa elskhuga sínum og sagði: „Ég kom niður til þess að skipa svo fyrir, að ekki væri kveikt upp í arninum, því að sprunga er ofarlega í reykháfinum, og gæti kviknað í húsinu, ef hér væri eldur á arni.“ Þegar Camilla lagðist við hlið manns síns var hann nærri sofnaður, en hún gat ekki um annað hugsað en hvernig hún ætti að bjarga vesalings Comelio. „Þú kemur seint heim, herra minn, en nú eru næturkuldar miklir.“ „Já,“ sagði hann,„ég fór frá Novara í gærmorgun og bjóst við að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.