Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 102

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 102
100 hollustu hans og trúfesti, og jafnvel nú, ef rætt er um ástir, telur hún Cornelio tryggastan allra þeira ástmanna, sem hún hafi heyrt um getið. Cornelio féll því ekki fyrir neinum freistingum og hugur hans var ekki bundinn við neinar konur, nema konu þá hina fögru í Milano, sem hann unni heitara en nokkru sinni, og var það eina huggun hans, að fá bréf frá henni endrum og eins, og skrifa henni í staðinn. Hafði þetta hugsvalandi áhrif á hann, var hon- um kannske dálítil hjálp og huggun, og stytti honum stundirnar í útlegðinni . Dag nokkurn fékk hann bréf frá vinkonu sinni í Milano og varð bréf þetta honum ærið umhugsunarefni. Vissi hann nú ekki hvað gera skyldi. Að því er virtist var eiginmaður Camillu til neyddur að hverfa frá iMlano um stundarsakir, og dveljast um hríð á einu sveitasetri sinu. Þegar Camilla hafði komizt að þessu, skrifaði hún Cornelio bréf og í því stóð, meðal annarra orða, það, sem hér fer á eftir: „Nú getur þú séð, ástvinur minn, hvort allt snýst ekki á móti okkur, og hvort við höfum ekki ærna ástæðu til að harma óheppni okkar. Maðurinn minn er í þann veginn að fara frá Milano til dvalar á einu sveitasetri sínu. Verður hann að heiman nokkra daga. Gætir þú nú komið hingað og dvalizt hér í fjarveru hans gætum við átt góðar stundir saman, en ég sé enga leið til þess, og mér fellur það ákaflega sárt, að við getum ekki hitzt.“ 1 bréfinu var fjölda margt annað, sem bar eldheitri ást vitni, og æ getur að líta í bréfum ástfanginna kvenna. Cornelio vissi ekki, sem fyr segir, hvað gera skyldi. 1 vand- ræðum sinum fór hann til vinar síns, Delio að nafni, sem hann unni mjög, en Delio hafði, þegar hann var í Milano vitað gerla um ástir þeirra Camillu og Cornelio. Og reyndar var hann ger- kunnugur öllu, sem á daga Cornelio hafði drifið. Cornelio lagði nú bréfið í hendur Delio og sagði aðeins: „Lestu“! Delio var varla búinn að lesa bréfið, þegar honum flaug í hug, hvað Comelio var að hugsa um: „Vinur minn, þú ert að hugleiða að fara til Milano og verða drepinn — og finnst mér,að enga nauðsyn beri til að flana að slíku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.