Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 24
22
að minnsta kosti að nokkru frjálsræði bernskuáranna í Dölunum
og hreina gleði þeirra.
Hve glaðir við vorum þá, þú á þinn hátt og ég á minn, þín
braust fram sem orka, sem leyst er úr læðingi, mín í þögn, innileg
og blandin þakklæti yfir, að eiga með þér þessa stund gleðinnar.
Oft hugleiddi ég síðar á mínum kyrrlátu einverustundum hversu
þér muni hafa verið innanbrjósts, er þú varst bandingi á mölinni.
Oft hugleiði ég, á kyrrlátum einverustundum, hversu þér muni
hafa verið innanbrjósts, í fjötrum aktýgja og háður aga skiln-
ingslausra manna, sem dáðu þig fyrir það eitt, að geta dregið
með léttleika þyngra hlass en aðrir kerruhestar. Oft mun hugur
þinn hafa leitað til fjalla og dala og grænna grunda, og vel er
mér ljóst, að skapofsi þinn, sem mönnum varð svo tíðrætt um,
reyndu ekki að skilja, átti rætur að rekja til þess, að þú varst
stórlyndur, fannst þér misboðið, og varst eðalborin skepna, stolt
í þinni sál, eigi síður en mörg stórlynd mannskepnan, komst í
byltingarhug, sem varð að fá útrás, og þá gat það komið fyrir, að
þú brauzt af þér alla fjötra, en oftast mun þér þó eitt ráð hafa
dugað til þess að sætta þig við örlögin, að taka á því, sem þú áttir
til, beita kröftunum. Og allt af muntu hafa borið höfuðið hátt.
Skapmikil höfðingslundin æ hin sama, ávallt hnarreistur, hvernig
sem allt velktist, og hélzt virðuleik þínum, sterkur í lundu sem
limum. Og stundum, þegar ég er þannig skapi farinn, að ég hug-
leiði þetta, finnst mér ég vera lítill karl, því að síðan er leiðir
skildu, og vilji örlaganna var, að ég yrði að sætta mig við gamla
fjötra, var ég í sárum, knúinn til að sannreyna enn einu sinni, að
ei má sköpum renna. Og þó gat ekkert upprætt gleðina yfir, að
hafa reynt, að hafa tekið þá ákvörðun, sem mér fannst mikilvæg-
asta ákvörðun lífs míns, fullviss um, að ég gæti látið æskuhug-
sjónirnar rætast.
Mér hafði þá liðið eins og manni, sem að erfiðri fjallgöngu lok-
inni hefir náð upp á tindinn, og lítur fagran dal við fætur sér, þar
sem framtíðarverkefnið beið. Og vist gat ég hafist handa og þú
varst minn félagi í önn hvers dags og síðar í draumum. Hamingju-
dagarnir urðu þó margir, okkar beggja, en ekki okkar einna, —
ég átti tryggan lífsförunaut, sem unni mér og studdi, unz lífs-
þrekið fjaraði út, unga syni, góða vini, sem reyndust samherjar.