Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 80
78
var að kafa eftir fiski mér til skemmtunar, og lét lífið fyrir. Ég
mun aldrei gleyma honum. Hann var slyngur fiskimaður. En grát-
ið nú eigi. Ég mun sjá fyrir yður. Farið heim í friði. Látið hugg-
ast. Ég mun annast yður meðan ég lifi, og deyi ég á undan yður,
mun yður ekki verða gleymt.“
Meðal Gabriello mælti svo, huldi hann niðurandlitið með vasa-
klút sínum og lauk hann máli sínu svo, að það var urri líkast,
enda var maðurin sem fyrr segir, hrelldur af harmi.
Allir, sem viðstaddir voru, lofuðu hann fyrir eðallyndi hans
og stórhug og var nú ekkjan leidd heim og var henni mikill léttir
að því, sem Gabriello hafði sagt.
En það er af Gabriello að segja, að hann gekk þegar til húss
Lazzaro, og fór inn með nákvæmlega sama hætti og hann hafði
séð Lazzaro gera. Varð hann ekki var við nokkurn mann. Hann
fór inn í sal nokkurn ríkulega búinn húsgögnum og var fagurt um
að litast úr gluggunum, því að framundan þeim voru garðar fagrir.
Gabriello tók nú lykla vinar síns og fór að rannsaka hirslur
allar og fann þar í skúffum og hólfum aðra, smærri lykla. Voru
mikil auðæfi saman komin í höll Lazzaro, enda hafði hann erft föð-
ur sinn, lækninn, systkini og önnur skyldmenni, sem látist höfðu úr
pestinni.
Vakti þetta mikla undrun Gabriello, því að ekki hafði hann grun-
að, hversu mikill auður var þarna saman kominn. Fór hann nú
að hugleiða á ný, hvernig hann gæti búið svo í haginn, að enginn
efaðist um, að hann væri Lazzaro og réttur eigandi alls þessa og
allra eigna Lazzaro.
Hugleiddi hann þetta nú áfram og var enn um þetta að hugsa,
er hann fór niður til kvöldverðar. Bar hann sig aumlega og harm-
aði mjög hversu farið hafði, en þjónarnir, sem höfðu heyrt sagt frá
hvað gerst hafði, hlupu til og fóru að reyna að hugga hann, en í
stað þess að hlýða á þá, skipaði hann svo fyrir, að annar þjón-
anna, en þeir voru tveir, skyldi fara þegar í stað til ekkju Gabriello
með sex brauðhleifa, nokkurn hluta réttanna, sem bera átti á
kveldverðarborð og tvær flöskur af víni. Henni mundi ekki veita
af einhverju sér og sinum til hressingar eftir þennan ógurlega
atburð.
Þegar þjónninn var kominn aftur með þakkarorðsendingu frá