Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 53
51
„Þú ert karlmaður,“ sagði Paola hvasslega. „Þér ber að vinna.
Þú getur ekki setið auðum höndum og beðið þess, að hamingjan
fljúgi í fangið á þér, eins og stúlkurnar. Auk þess erum við fátæk.“
„Ég veit það,“ sagði pilturinn og varð honum dálítið hverft við,
að Paola hafði mælt hvasslega til hans. Og hann bætti við, eins
og hann fyndi dálítið til sín:
„Ég skal vinna.“
Þau sátu þögul nokkrar mínútur. Paola hafði tekið sér hálf-
prjónaðan sokk í hönd og prjónaði í ákafa. Við og við komu
beiskjubros fram á þunnar varir hennar.
Ugo horfði í kringum sig.
„Hvílík vistarvera," sagði hann lágt eins og við sjálfan sig og
hann fann í svip til þyngsla fyrir hjartanu.
Það var sem hann sæi hina fátæklegu íbúð Paolu í fyrsta sinn,
stóra, ósnotra herbergið hennar, gömlu slitnu húsgögnin, auða
veggina, rúmið úti í horni bak við fyrirhengi, legubekkinn með
slitna fóðrinu og fötu fulla af vatni úti í horni. Hann hugsaði um
heimili foreldra sinna í borginni, þar sem var ys og þys og fólk
á ferli, — þar sem skuldheimtumennirnir voru stöðugt ag berja
að dyrum, án þess að skuldunautarnir hefðu áhyggjur af eða
færu að lifa sparlegar, — þar sem hver hugsaði aðeins um sjálfan
sig og gerði ekkert fyrir meðbræður sína. Borg eigingirninnar
kannske, en glaðværðin ríkti þar. Og það var sem þykknaði í lofti
og hin unga sál hans vildi rífa sig á brott í gleðskapinn og birtuna.
„Get ég ekki farið nú?“
„Úrkoman er svo mikil. Sofðu í rúminu mínu. Ég get sofið á
legubekknum."
„Það er svo kalt hérna.“
„Ekki svo mjög. Ertu svona kulsæll? Hvernig mundi þér líða
hér um hávetur?"
Ugo svaraði engu og systir hans prjónaði áfram án þess að líta
upp.
„Ertu að prjóna fyrir Augustu?”
„Sérðu ekki, að þetta eru sokkar fyrir litla telpu?“
Þunglyndi sótti á Ugo nú í návist systur hans. Það var eins og
kaldur vindur næddi um hug hans, er hann sat hjá þessari systur
sinni sem fyrrum hafði verið svo viðkvæm og góð við hann, en