Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 53

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 53
51 „Þú ert karlmaður,“ sagði Paola hvasslega. „Þér ber að vinna. Þú getur ekki setið auðum höndum og beðið þess, að hamingjan fljúgi í fangið á þér, eins og stúlkurnar. Auk þess erum við fátæk.“ „Ég veit það,“ sagði pilturinn og varð honum dálítið hverft við, að Paola hafði mælt hvasslega til hans. Og hann bætti við, eins og hann fyndi dálítið til sín: „Ég skal vinna.“ Þau sátu þögul nokkrar mínútur. Paola hafði tekið sér hálf- prjónaðan sokk í hönd og prjónaði í ákafa. Við og við komu beiskjubros fram á þunnar varir hennar. Ugo horfði í kringum sig. „Hvílík vistarvera," sagði hann lágt eins og við sjálfan sig og hann fann í svip til þyngsla fyrir hjartanu. Það var sem hann sæi hina fátæklegu íbúð Paolu í fyrsta sinn, stóra, ósnotra herbergið hennar, gömlu slitnu húsgögnin, auða veggina, rúmið úti í horni bak við fyrirhengi, legubekkinn með slitna fóðrinu og fötu fulla af vatni úti í horni. Hann hugsaði um heimili foreldra sinna í borginni, þar sem var ys og þys og fólk á ferli, — þar sem skuldheimtumennirnir voru stöðugt ag berja að dyrum, án þess að skuldunautarnir hefðu áhyggjur af eða færu að lifa sparlegar, — þar sem hver hugsaði aðeins um sjálfan sig og gerði ekkert fyrir meðbræður sína. Borg eigingirninnar kannske, en glaðværðin ríkti þar. Og það var sem þykknaði í lofti og hin unga sál hans vildi rífa sig á brott í gleðskapinn og birtuna. „Get ég ekki farið nú?“ „Úrkoman er svo mikil. Sofðu í rúminu mínu. Ég get sofið á legubekknum." „Það er svo kalt hérna.“ „Ekki svo mjög. Ertu svona kulsæll? Hvernig mundi þér líða hér um hávetur?" Ugo svaraði engu og systir hans prjónaði áfram án þess að líta upp. „Ertu að prjóna fyrir Augustu?” „Sérðu ekki, að þetta eru sokkar fyrir litla telpu?“ Þunglyndi sótti á Ugo nú í návist systur hans. Það var eins og kaldur vindur næddi um hug hans, er hann sat hjá þessari systur sinni sem fyrrum hafði verið svo viðkvæm og góð við hann, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.