Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 98
MATTEO BANDELLO:
Djarfur elskhugi
Meðal flóttamanna þeirra frá Langbarðalandi, sem komu til Man-
tua, að afstaðinni orustunni frægu við Melegnano1), sem Sviss-
lendingar biðu ósigur í, var maður að nafni Cornelio. Gerðumst
við félagar og settumst að í borg þessari. Mér er það mikið ánægju-
efni, enda á hann ekki annað skilið af mér, en að ég beri honum
vel söguna. Hann var riddaralegur maður og göfugur, um tuttugu
og fjögurra ára að aldri, hár maður vexti og vel byggður, sterkur
vel og fríður sýnum. Hann var dyggðadrengur hinn mesti og
sæmilega efnum búinn. Móðir hans, sem átti heima í Milano, gætti
þess vel, að föðurarfur hans væri í engu skertur, og sendi hún
honum ávalt nægilegt fé, svo að hann gæti leigt hús í Mantua
og haldið sig ríkmannlega, klæðst svo sem manni af göfugri ætt
samdi, haft hestakost nógan og þjóna eftir þörfum.
Áður en Cornelio fór frá Milano hafði hann orðið ástfanginn,
eins og títt er um pilta á hans aldri. En konan, sem hugur hans
hneigðist til, var ung, gift kona af háum stigum, forkunnar fögur,
og til þess að enginn blettur vansæmdar falli á heiðursskjöld henn-
ar, skulum vér forðast að nefna hana réttu nafni; vér skulum
kalla hana Camillu. Sem áhugasamur fylgismaður Sforzanna, þeg-
ar Maximilian Cæsar kom, hafði Cornelio gert allt, sem í hans
1) Orustan við Marignano var háð þ. 13. september 1515, þegar Franz I. vann
úrslitasigur á Svisslendingum, og voru þar með í rauninni ákveðin örlög
Milano-hertogadæmis, sem Maximilian Sforza hafði stjórnað og farizt það
illa úr hendi.