Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 109
107
og voru sumir á flótta en vörðust þó þeim, er veittu þeim eftirför.
En einn í hópnum féll til jarðar við fætur Cornelio og stundi upp:
„Ég er særður til ólífis!"
Var það í þeim svifum.er þernan opnaði húsið fyrir Cornelio,
en svo dimmt var af nóttu, að án ljóss varð ekkert séð. En vopna-
gnýrinn og köllin hafði vakið fólk í næstu húsum og þustu menn
upp úr rúmum sínum. Og einn þeira, sem það geði, og heima átti
í húsinu, er gegnt var húsi Camillu, sá mann fara inn í höllina með
brugðinn brand.
Cornelio hafði litla eftirtekt veitt því, er maðurinn hneig niður
við fætur honum og skeytti í engu um hann, því að hann var
annars hugar. Þernan sagði Cornelio að felast í forsalnum, en þegar
Camilla fregnaði af henni, að elskhugi hennar væri kominn, lét
hún það boð út ganga til þjónaliðs síns, að hún væri lasin, og
vildi hún því hafa algert næði, en þar sem vetrarhátíðin stæði
yfir, væri þeim frjálst að fara hvert sem þeir vildu. Tók þjóna-
liðið boði þessu feginslega og fór á brott og var nú enginn heima
karla, nema gamall kjallaravörður og tveir skjaldsveinar um
fjórtán ára að aldri. Þernurnar allar, nema sú, sem hleypt hafði
Comelio inn í höllina, fóm að hátta, og þegar Camilla þóttist
ömgg um að allir væru í fasta svefni, fór hún og sótti Cornelio
og fór hann með henni inn í svefnsal hennar. —
Nú vildi svo til, skömmu eftir að barizt var úti á götunni, að
flokkur næturvarða fór fram hjá höllinni. Var foringja nætur-
varðanna sagt frá bardaganum. Yfirmaður lögreglunnar var um
þetta leyti maður að nafni Sandio, og var hann svo mikill maður
vexti, að fátítt er. Sá, er næstur honum gekk að völdum, hét
Mombojero.
Þegar nú lögreglumennirnir fundu knapa nokkum, starfsmann
signor Galeazzo Sanseverina (en hann var stallvörður hans kristi-
legu hátignar konungsins) blóðugan og nær dauða en lífi fyrir
fram an höllina, fór fyrirliði lögreglumannanna að spyrja fólkið
í næstu húsum spjörunum úr, til þess að komast að raun um,
hverjir hefðu tekið þátt í bardaganum. En enginn virtist geta
sagt þeim frá neinu, sem þeim mætti að gagni koma. Menn höfðu
heyrt vopnaglamur, óp og köll, en vissu ekkert frekara. En þá