Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 122
120
ég handa með þeim tökum, sem ég áleit rétt og með þeim árangri,
að innan klukkustundar var kominn drengur, lifandi og heilbrigð-
ur, ellefta barn konunnar. Konunni heilsaðist vel“.
Guðfríður nam ljósmóðurfræði hjá Guðmundi Bjömssyni land-
lækni veturinn 1909—1910. Þær voru 11 stúlkurnar við námið og
nutu þær jafnfram handleiðslu þriggja lögskipaðra ljósmæðra í
Reykjavík.
Um vorið fór Guðfriður heim að Gufá og tók við Ijósmóður-
starfinu, en Borgarnes fylgdi þá Borgarhreppi. Frumraun hennar
í Ijósmóðurstarfinu bar að höndum þegar 20/6 1910 að viðstödd-
um tveimur fyrrverandi ljósmæðrum, frænkum konunnar og vina-
fólki. Guðfríður var þarna byrjandinn og segir hún í endurminn-
ingum sinum, að hún hafi í fyrstu fundið til smæðar sinnar, en
allur kvíði horfið eins og dögg fyrir sólu. Fæðingin var tvíbura-
fræðing (stúlka og drengur).
Guðfríður var bústýra hjá föður sínum, þar til hún giftist
(19. maí 1915) Guðmundi Þorvaldssyni á Litlu-brekku og fluttist
þá Jóhannes faðir hennar þangað með henni. Guðmundur var
skólafélagi minn á Hvanneyri um tíma og tókst með okkur góð
vinátta. Guðmundur var af Mýramannakyni, maður fríður sýn-
um, ljós yfirlitum, kraftajötunn svo mikið orð fór af, fróður vel
og búhöldur mikill. Og gott var jafnan að koma til Guðfríðar á
Brekku og Guðmundar.
1 heimaranni — eða þar til hún giftist var hún alltaf nefnd Fríða
á Gufá eða Guðfríður á Gufá. Hún gat sér mikinn orðstír sem yfir-
setukona og varð fljótt héraðskunn. Þau áttu mörg og hin mann-
vænlegustu böm.
Jóhönnu heitinni kynntist ég bezt og því læt ég fylgja þessum
línum grein, sem ég birti í Vísi daginn, sem hún var jarðsungin,
og sendi nú öllum afkomendum Guðfríðar og Guðmundar vestan
hafs og austan þakklætis- og vinarkveðjur.