Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 49

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 49
CAROLA PROSPERI: Kennslukonan Það var úrhellisrigning. 1 þorpinu neðst í dalnum voru leirbleyt- ur á öllum stígum og troðningum og illt umferðar. Hvergi sást sál á ferli, í þorpinu sjálfu eða ökrunum þar í kring, enda dimmt yfir og ofan úr dalnum var þorpið eins og lág hólaþyrping. Karlar höfðu lokið störfum sínum þennan daginn og voru farnir á brott, til næsta þorps, þar sem var járnbrautarstöð og tvær krár, en konur sátu enn við rokka sína og vefstóla. Mikil kyrrð ríkti í þorpinu og ekkert hljóð barst að eyra, nema rigningarhljóðið, tilbreyting- arlaust, þreytandi, ... Þegar klukkuna vantaði fjórar mínútur í fjögur voru dyr opn- aðar á einum kofanum, sem var enn lágreistari en allir hinir — það var eitthvert óásjálegasta húsið í þorpinu og stóð í útjaðri þess. 1 gluggunum voru sprungnar rúður og sumstaðar hafði pappír verið límdur yfir sprungumar til þess að komast hjá því í lengstu lög, að setja nýjar rúður í. Og tröppurnar sem lágu upp að inn- göngudyrunum, voru fúnar og ormétnar. Út úr húsinu komu fimm eða sex börn með pinkla sína. Og meðan þau voru að komast af stað, hvert til síns heimkynnis, og gengu á brott beygð og eins og í hálfgerðu hnipri, vegna úrkomunnar, með þunglamalegum gangi sveitabarnsins, stóð kennslukonan í dyrunum teinrétt og hreyf- ingarlaus og horfði á eftir þeim. Hún var ógift kona miðaldra, föl og óhraustleg. Hún var nokkuð langleit og hún var tíðast þunglyndisleg á svipinn. Þegar hún nú horfði fram fannst henni allt eitthvað svo grátt og auðnarlegt og tilbreytingarlaust, að það fór eins og hrollur um hana. Hún hélt höndunum undir svuntunni og hallaði sér fram og skimaði í allar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.