Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 49
CAROLA PROSPERI:
Kennslukonan
Það var úrhellisrigning. 1 þorpinu neðst í dalnum voru leirbleyt-
ur á öllum stígum og troðningum og illt umferðar. Hvergi sást
sál á ferli, í þorpinu sjálfu eða ökrunum þar í kring, enda dimmt
yfir og ofan úr dalnum var þorpið eins og lág hólaþyrping. Karlar
höfðu lokið störfum sínum þennan daginn og voru farnir á brott,
til næsta þorps, þar sem var járnbrautarstöð og tvær krár, en konur
sátu enn við rokka sína og vefstóla. Mikil kyrrð ríkti í þorpinu
og ekkert hljóð barst að eyra, nema rigningarhljóðið, tilbreyting-
arlaust, þreytandi, ...
Þegar klukkuna vantaði fjórar mínútur í fjögur voru dyr opn-
aðar á einum kofanum, sem var enn lágreistari en allir hinir — það
var eitthvert óásjálegasta húsið í þorpinu og stóð í útjaðri þess.
1 gluggunum voru sprungnar rúður og sumstaðar hafði pappír
verið límdur yfir sprungumar til þess að komast hjá því í lengstu
lög, að setja nýjar rúður í. Og tröppurnar sem lágu upp að inn-
göngudyrunum, voru fúnar og ormétnar. Út úr húsinu komu fimm
eða sex börn með pinkla sína. Og meðan þau voru að komast af
stað, hvert til síns heimkynnis, og gengu á brott beygð og eins og í
hálfgerðu hnipri, vegna úrkomunnar, með þunglamalegum gangi
sveitabarnsins, stóð kennslukonan í dyrunum teinrétt og hreyf-
ingarlaus og horfði á eftir þeim.
Hún var ógift kona miðaldra, föl og óhraustleg. Hún var nokkuð
langleit og hún var tíðast þunglyndisleg á svipinn. Þegar hún nú
horfði fram fannst henni allt eitthvað svo grátt og auðnarlegt og
tilbreytingarlaust, að það fór eins og hrollur um hana. Hún hélt
höndunum undir svuntunni og hallaði sér fram og skimaði í allar