Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 14

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 14
12 Og þarna var ég kominn. Hérna vil ég vera, hugsaði ég. Hér vildi ég mega una. Og gripinn slíkum tilfinningum gat ég ekki setið kyrr og kroppað úr mal. Og ég spratt upp og litaðist um betur. Og þá var sem ég sæi það í einni svipan, sem mig hafði rennt grun í, að þessi staður ætti sína miklu og sérkennilegu fegurð. 1 suðri og langt til vesturs blikandi hafflöturinn allt til fjallgarðs- ins í vestri, og úti fyrir sendnum eyrum, töngum og nesjum, víkum og vogum, sker og eyjar, sumstaðar eins og samfelldur, svartur veggur að sjá úr fjarskanum. En vel vissi ég, að þarna var „eyja- ríki“, sem ekki átti sinn líka. Þarna var margur hvanngrænn kollurinn á svörtum klettadrang, og eyjar, vaxnar ilmandi, þétt- vöxnu, dökku grasi, en í glufum og gjótum burknar og fáséður gróður. Og allt morandi í fugli, en þama á æðurin sér enn grið- land, og stundum skýtur upp votum, dökkum, gljáandi selshaus, ef horft er athugulum augum yfir sund og kletta, en háflóð er, og í nokkurri fjarlægð sést báti frá einum bænum á ströndinni róið til fiskjar, langa vegu út fyrir öll sker. Því að þetta er árla morguns, í maí snemma, og enn er róið á mið á gamla vísu, og sett upp segl, þegar vindar eru hagstæðir og straumar. 1 fjarska að baki mér og til beggja hliða er skeifulaga jökla- og fjallahringurinn, hvítur og blár og skær í hreinu vorloftinu, en í vestri silfurbergsgrár, hinn „yzti vörður við unnir blár“. Bæirnir á ströndinni og vesttan árinnar eru eins og dökkar, lágar þústir, sem vart verður greind nein lögun á, og furðulangt er bæja milli, en nær, allstaðar mýrasund, vötn og tjarnir, og einnig þar opnast stór faðmur þeim, sem augu hafa til að sjá og geta notið hins fagra, sem verður að leita til að finna. En fáir leggja þar um leiðir sína, nema þegar smalað er á bæjunum, og þá ef til vill tautandi um fen og foræði. Að baki rís hver klettaborgin af annarri allt norður til múlanna, sumar lágar, aðrar háar með bröttum veggjum og illkleifar. Hinar hæstu gnæfa upp úr miðjum, grösugum flóa, ,,einbúar“ athaganna, og hér eru suðurjaðrar þess ríkis bjarkanna, sem eitt sinn náði til sjávar. Hér er skjól að finna hverrar áttar sem vindur er, safaríkt kjarngresi og hvanngrænt eins og á kjörvinjum afréttarins, en á þessum svala morgni sást
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.