Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 83
81
sinn ákaft, að hún gætti þess, er færi gafst, að tala um börn sín
við Gabriello í viðurvist nágranna sinna og þakka honum fyrir
hjálpsemi hans og góðvild í sinn garð og barnanna.
Kvöld eitt lá Gabriello andvaka og hugleiddi hvernig ráðlegast
væri fyrir sig að hrinda fyrirætlunum sínum í framkvæmd. Komst
hann loks að niðurstöðu um hvað gera skyldi. Reis hann snemma
úr rekkju og lagði leið sína til Santa Catarina kirkju, en þar var
munkur nokkur, ráðvandur og tryggur, sem almenningur í Pisa
bar hið mesta traust til og dáðist að fyrir guðrækni og góðsemi.
Þegar til kirkjunnar kom gerði hann boð fyrir munkinn og
sagði honum, að hann hefði mjög einkennilegt og mikilvægt mál
við hann að ræða og vildi hann njóta ráðlegginga hans.
Munkurinn göfuglyndi fór með Gabriello í klefa sinn og þar
kynnti Gabriello sig fyrir honum sem Lazzaro di Maestro Basilio
da Milano. Þuldi Gabriello upp alla ættartölu sína og skýrði munk-
inum frá því, hvernig ættmenni hans hefðu hrunið niður í pestinni,
og hann loks staðið einn uppi með allan auð ættarinnar. Því næst
skýrði hann honum frá því, sem gerðist, er „vesalings Gabriello
drukknaði“. Tók hann alla sökina á sig. Kvaðst hann hafa stungið
upp á því, að fiskimaður þessi færi með sér að Arno til fiskveiða.
Að svo búnu sagði hann munkinum frá hversu ástatt var á heimili
Gabriello við fráfall hans. Konan stæði ein uppi með börnin, svift
umsjá trygglynds eiginmanns.
„Hvílir þetta svo þunglega á sál minni,“ sagði hann, „að ég er
reiðubúinn til þess að gera allt, sem í mínu valdi stendur til þess
að létta byrði hennar og barnanna.“
Og svo bætti hann við:
„En hvernig er hægt að bæta slíkri konu, trygglyndri og göfugri,
þótt af lágum ættum sé, slíkan missi, nema með því að snúa hug
hennar frá hinum sorglegu minningum. Og sannleikurinn er sá, að
ég mundi fúslega ganga að eiga hana og verða faðir barna hennar
— og þá kannske mundi guð fyrirgefa mér þá miklu synd, að hafa
fengið mann hennar í fiskileiðangurinn.“
Síðustu orðin voru mælt af miklum innileik og látleysi.
Hinn guðhræddi faðir gat vart varist brosi, er hann hafði spurnir
af því, hve einfaldur Lazzaro var, og hann efaðist ekki um, að þetta
var mælt af einlægum huga í hinum göfugasta tilgangi. Og munk-
6