Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 81
79
ekkjunni, settist Gabriello að hinu ríkmannlega kveldverðarborði,
en snæddi lítið, og fór snemma að hátta. Þar hélt hann kyrru
fyrir til klukkan níu að morgni næsta dags, til þess að geta syrgt í
næði og hugsa fram í tímann.
Nú var það svo, að þjónar Lazzaro tóku eftir því, að fram-
koma húsbónda þeirra var nokkuð á annan veg en þeir höfðu
átt að venjast, og að rödd hans virtist á stundum ekki hin sama,
en þeir hugleiddu þetta ekki frekara, því að þeir hugðu, að það
stafaði af því, að húsbóndi þeirra væri æstur og hryggur yfir því,
sem gerst hafði.
Og vesalings ekkjan, sem sannfærðist nú um, að það voru ekki
innantóm orð, er hinn auðugi Lazzaro hafði heitið að sjá fyrir
henni og börnum hennar, hresstist óðum, svo að ættingjar hennar
fóru á brott, en hún háttaði börn sín og fór svo sjálf í bólið, von-
betri miklu, þar sem Lazzaro hafði heitið henni vináttu sinni.
Daginn eftir fór Gabriello að athuga betur sinn gang í hinu
nýja hlutverki sínu og fór hann að gefa sig af áhuga að ýmsu,
er heimilið og eignirnar varðaði, en þrátt fyrir annirnar gleymdi
hann aldrei að sjá um, að Santa hefði allt, sem hún þurfti hendinni
til að rétta.
Gabriello lagði mikla stund á það, að framkoma hans yrði sem
allra líkust framkomu Lazzaro, sem hann hafði fengið ótal tæki-
færi til að gefa nánar gætur, og þótt Gabriello hefði alltaf orðið
að erfiða, varð nú brátt sú breyting á, að hann varð makráður, eins
og Lazzaro hafði verið. Var engu líkara en hann hefði erft þann
eiginleika hans, með því að taka við eignum hans.
Fannst honum nú flest leika í lyndi, en hafði þá miklar áhyggjur
af því, að öllum bar saman um að ekkja hans væri nær óhugg-
andi. Nú var sannleikurinn vitanlega sá, að Gabriello þótti vænt
um það, að kona hans syrgði sig, en þótti mjög leitt að geta ekki
huggað hana, og fór hann nú að hugleiða, hvernig hann gæti kippt
þessu í lag og komið ár sinni svo fyrir borð, að hann gæti kvongast
henni á nýjan leik.
Honum var Ijóst, að þetta var ekki auðráðin gáta, og tók hann
þá ákvörðun að fara til húss hennar, og var einn frændi hennar
hjá henni. Var þetta eigi löngu eftir „fráfall“ hans sjálfs.
Þegar Gabriello hafði sagt henni, að hann þyrfti að tala við