Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 81

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 81
79 ekkjunni, settist Gabriello að hinu ríkmannlega kveldverðarborði, en snæddi lítið, og fór snemma að hátta. Þar hélt hann kyrru fyrir til klukkan níu að morgni næsta dags, til þess að geta syrgt í næði og hugsa fram í tímann. Nú var það svo, að þjónar Lazzaro tóku eftir því, að fram- koma húsbónda þeirra var nokkuð á annan veg en þeir höfðu átt að venjast, og að rödd hans virtist á stundum ekki hin sama, en þeir hugleiddu þetta ekki frekara, því að þeir hugðu, að það stafaði af því, að húsbóndi þeirra væri æstur og hryggur yfir því, sem gerst hafði. Og vesalings ekkjan, sem sannfærðist nú um, að það voru ekki innantóm orð, er hinn auðugi Lazzaro hafði heitið að sjá fyrir henni og börnum hennar, hresstist óðum, svo að ættingjar hennar fóru á brott, en hún háttaði börn sín og fór svo sjálf í bólið, von- betri miklu, þar sem Lazzaro hafði heitið henni vináttu sinni. Daginn eftir fór Gabriello að athuga betur sinn gang í hinu nýja hlutverki sínu og fór hann að gefa sig af áhuga að ýmsu, er heimilið og eignirnar varðaði, en þrátt fyrir annirnar gleymdi hann aldrei að sjá um, að Santa hefði allt, sem hún þurfti hendinni til að rétta. Gabriello lagði mikla stund á það, að framkoma hans yrði sem allra líkust framkomu Lazzaro, sem hann hafði fengið ótal tæki- færi til að gefa nánar gætur, og þótt Gabriello hefði alltaf orðið að erfiða, varð nú brátt sú breyting á, að hann varð makráður, eins og Lazzaro hafði verið. Var engu líkara en hann hefði erft þann eiginleika hans, með því að taka við eignum hans. Fannst honum nú flest leika í lyndi, en hafði þá miklar áhyggjur af því, að öllum bar saman um að ekkja hans væri nær óhugg- andi. Nú var sannleikurinn vitanlega sá, að Gabriello þótti vænt um það, að kona hans syrgði sig, en þótti mjög leitt að geta ekki huggað hana, og fór hann nú að hugleiða, hvernig hann gæti kippt þessu í lag og komið ár sinni svo fyrir borð, að hann gæti kvongast henni á nýjan leik. Honum var Ijóst, að þetta var ekki auðráðin gáta, og tók hann þá ákvörðun að fara til húss hennar, og var einn frændi hennar hjá henni. Var þetta eigi löngu eftir „fráfall“ hans sjálfs. Þegar Gabriello hafði sagt henni, að hann þyrfti að tala við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.