Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 132
f-----------------------------------------------------
Á þunnum ís - örlög Grána
Myndin á bls. 25 í heftinu er af Guðmundu Andrésdóttur frá
Skálanesi í Hraunhreppi, en hún var Sigríði Þorgeirsdóttur,
konu minni, til aðstoðar, meðan hún var húsmóðir í Þver-
holtum, og er myndin tekin á túninu þar, með eitt barnanna,
sem áttu sína bernsku þar, og talar myndin sínu máli um
tengsl allra við Grána, á dögum góðra vona og óska. En
örlögin verða önnur, en menn og — hestar — ef til vill liíka,
gera sér vonir um, þegar allt leikur í lyndi.
Síðar meir bárust mér þau tíðindi að hausti til, er ég var
kominn aftur í morgunútvarpið, frá hinu góða fólki, sem
komið var að Þverholtum, Ágústi Jónssyni vegavinnustjóra
og Þórdísi konu hans, að Gráni væri horfinn, og ekki komið
til skila þrátt fyrir mikla leit og fyrirspurnir. Lengi var von-
að, að hann myndi koma fram, — skila sér eftir eitthvert
slangur með aðkomuhrossum.
Ekki var ég trúaður á það, en eitt sinn varð mér hugsað
til Jarps, hests, sem ég hafði keypt og ætlað til reiðar. Hann
lenti í dýi fyrir ofan Hofsstaði. Hann fannst dasaður og án
þess að geta björg sér veitt. Var brugðið við af vinafólki á
Hofsstöðum og fleirum, og tókst að koma reipum á hann
og ná honum upp, en hann varð ekki samur síðan. En ég
hratt frá mér þeirri hugsun, að þetta hefði komið fyrir
Grána. Það átti samt fyrir mér að liggja að finna Grána í
Bæjartjörninni í Þverholtum þar, sem úrrennsli var úr henni
innan girðingar. Gráni hafði sézt síðast á beit á bökkum
tjarnarinnar handan girðingar. Mikill leir og dýpi var þar
sem ég fann Grána, sem hefir ætlað að stytta sér leið yfir
tjörnina, á þunnum ís, sem brotnaði svo undan honum í kvik-
syndið í krikanum, hyldjúpt — og leirblandið. Það sást aðeins
á faxið. Allt hold reyndist skafið af beinunum í leirblautu
vatninu. Þetta var áður en byrjað var að ræsa fram mýrarnar.
Og svo, er færi gafst, hirtum við Gunnar beinin, og heygðum
þar sem hæst ber í Þverholtatúninu, svo sem áður er sagt.
v_____________________________________________________J