Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 62

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 62
60 Meðan þessu fór fram hafði þjónn Galeazzo, að skipan hans, leigt hús handa Lucreziu, og fól hana í umsjá konu þeirrar, sem hafði gætt hans á barnsaldri, og manns hennar. Fór Galeazzo nærri á hverju kveldi á fund Lucreziu. Unni hann henni hugástum og hún honum. Keypti hann handa henni dýrar gjafir og varði miklu fé hennar vegna og lifðu þau nú svo langa hríð í vellysting- um og fagnaði. Móður Galeazzo var kunnugt, að hann var oft að heiman að kveldlagi og fram á nótt, en lét það gott heita. Fór nú þessu fram í þrjú ár og var jafngott milli Galeazzo og Lucreziu sem fyrrum. En nú atvikaðist svo, að móðir Galeazzo þóttist hafa fundið konu- efni við hæfi Galeazzo, en er hún hreyfði málinu við hann vildi hann ekki heyra það nefnt. Grunaði hana nú, að allt væri ekki með felldu, annað hvort væri hann ástfanginn eða hefði kvænzt á laun, og lét nú njósna um hagi hans, og komst brátt að því, hvernig í öllu lá. Mislíkaði henni stórum framkoma Galeazzo og kvöld eitt, er Galeazzo sat að kveldverði með vini sínum, framkvæmdi móðir hans áform, sem hún hafði haft á prjónunum. Hún leigði þrjá menn til þess að nema Lucreziu á brott. Fáru þeir grímuklæddir til húss hennar þetta kvöld og var hún flutt nauðug í nunnu- klaustur. Þegar Galeazzo síðar um kveldið fór til húss hennar, til þess að hvíla með henni um nóttina, skýrðu hjónin, sem áttu að gæta hennar honum frá því grátandi, að þrír grímuklæddir menn hefðu komið, keflað hana og bundið og haft hana á brott með sér. Galeazzo varð svo mikið um þetta, að honum lá við sturlun, og grét hann beisklega til morguns. Daginn eftir fór hann heim og lokaði sig inni í herbergi sínu og bragðaði hvorki vott né þurrt allan daginn. Móðir hans hafði eigi spurzt fyrir um hann, en er hún daginn eftir komst að þessu, gekk hún að herbergisdyrum hans, og vildi ræða við hann, en hann bað hana um að lofa sér að vera í friði. Hún spurði hann hví hann væri svo sorgmæddur, en hann svaraði engu og grét beisklega með þungum ekka sem fyrrum. Kenndi hún nú sárt í brjósti um hann og mælti: „Sonur minn góður! Ég hefði aldrei trúað því, að þú mundir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.