Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Side 62
60
Meðan þessu fór fram hafði þjónn Galeazzo, að skipan hans,
leigt hús handa Lucreziu, og fól hana í umsjá konu þeirrar, sem
hafði gætt hans á barnsaldri, og manns hennar. Fór Galeazzo
nærri á hverju kveldi á fund Lucreziu. Unni hann henni hugástum
og hún honum. Keypti hann handa henni dýrar gjafir og varði
miklu fé hennar vegna og lifðu þau nú svo langa hríð í vellysting-
um og fagnaði.
Móður Galeazzo var kunnugt, að hann var oft að heiman að
kveldlagi og fram á nótt, en lét það gott heita. Fór nú þessu fram
í þrjú ár og var jafngott milli Galeazzo og Lucreziu sem fyrrum.
En nú atvikaðist svo, að móðir Galeazzo þóttist hafa fundið konu-
efni við hæfi Galeazzo, en er hún hreyfði málinu við hann vildi
hann ekki heyra það nefnt. Grunaði hana nú, að allt væri ekki
með felldu, annað hvort væri hann ástfanginn eða hefði kvænzt
á laun, og lét nú njósna um hagi hans, og komst brátt að því,
hvernig í öllu lá.
Mislíkaði henni stórum framkoma Galeazzo og kvöld eitt, er
Galeazzo sat að kveldverði með vini sínum, framkvæmdi móðir
hans áform, sem hún hafði haft á prjónunum. Hún leigði þrjá
menn til þess að nema Lucreziu á brott. Fáru þeir grímuklæddir
til húss hennar þetta kvöld og var hún flutt nauðug í nunnu-
klaustur.
Þegar Galeazzo síðar um kveldið fór til húss hennar, til þess
að hvíla með henni um nóttina, skýrðu hjónin, sem áttu að gæta
hennar honum frá því grátandi, að þrír grímuklæddir menn hefðu
komið, keflað hana og bundið og haft hana á brott með sér.
Galeazzo varð svo mikið um þetta, að honum lá við sturlun, og
grét hann beisklega til morguns.
Daginn eftir fór hann heim og lokaði sig inni í herbergi sínu
og bragðaði hvorki vott né þurrt allan daginn. Móðir hans hafði
eigi spurzt fyrir um hann, en er hún daginn eftir komst að þessu,
gekk hún að herbergisdyrum hans, og vildi ræða við hann, en hann
bað hana um að lofa sér að vera í friði. Hún spurði hann hví hann
væri svo sorgmæddur, en hann svaraði engu og grét beisklega
með þungum ekka sem fyrrum. Kenndi hún nú sárt í brjósti um
hann og mælti:
„Sonur minn góður! Ég hefði aldrei trúað því, að þú mundir