Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 91

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Blaðsíða 91
89 inn um bitter, sem ég vissi að er einhver frægasta og sterkasta bitter-tegund í heimi . n. Þetta kvöld fór ég ekki í háttinn eins dauðleiður á öllu og ég tíðast var. Ég hafði fengið nýtt, mikilvægt umhugsunarefni, sem var vel þess vert að hugsa um eina andvökunótt. Maður nokkur var orðinn eign mín, — hann heyrði mér til. Ég gat leitt hann, rekið hann, sent hann hvert sem mér sýndist. Ég gat gert tilraunir me ðhann, vakið hjá honum einkennilegustu geðshræringar, leitt hann á braut furðulegra æfintýra. Hvað gat ég nú látið hann taka sér fyrir hendur á morgun? Átti ég að skipa honum að gera eitthvað ákveðið, eða láta hann ekkert vita og því næst láta eitthvað koma honum á óvart? Loks- ins komst ég að þeirri niðurstöðu, að sameina þetta tvennt. Og daginn eftir skrifaði ég honum, að þar til hann fengi fyrirskipanir í gagnstæða átt, ætti hann að sofa allan daginn, en ráfa um að næturlagi á ýmiskonar afskekktum stöðum. Að svo búnu fór ég á fund fasteignasala nokkurs og leigði smáhús fyrir utan borgina um misseris skeið. Þar næst réð ég til mín tvo atvinnuleysingja, sem voru að svipast um eftir einhverju starfi yfir veturinn. Að fjórum dögum liðnum var allt undirbúið. Á tilteknu kveldi lét ég veita Amico Dite eftirför, og þegar hannvar kominn á afskekktan stað, réðust starfsmenn mínir á hann, kefluðu hann og bundu og fluttu til hússins, sem ég hafði leigt. Því miður veitti enginn þvi eftirtekt, hvað við höfðum fyrir stafni. Og enginn skýrði lögregl- unni frá hinu furðulega hvarfi Amico Dite. Ég varð því að sjá fyrir tveimur efldum mönnum, sem kröfðust þess að fá „mat sinn og engar refjar“ og kaup þar á ofan, í marga mánuði. En það, sem olli mér mestum áhyggjum var, að ég hafði í raun- inni ekki nokkra hugmynd um, hvað ég átti að gera við þennan mann, sem ég hafði fengið til eignar og umráða. Um kvöldið, þegar ég hafði fengið hann að gjöf, hafði mér fundizt það ágæt hugmynd, að láta ráðast á hann og nema hann á brott —, það væri góð byrjun á keðju æfintýralegra og áhrifamikilla atburða, — en ég hafði ekkert hugsað út í, hvað mundi gerast síðar. En það var vitanlega svo, að því er Amico Dite snerti, að það varð að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.