Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 91
89
inn um bitter, sem ég vissi að er einhver frægasta og sterkasta
bitter-tegund í heimi .
n.
Þetta kvöld fór ég ekki í háttinn eins dauðleiður á öllu og ég
tíðast var. Ég hafði fengið nýtt, mikilvægt umhugsunarefni, sem
var vel þess vert að hugsa um eina andvökunótt. Maður nokkur
var orðinn eign mín, — hann heyrði mér til. Ég gat leitt hann,
rekið hann, sent hann hvert sem mér sýndist. Ég gat gert tilraunir
me ðhann, vakið hjá honum einkennilegustu geðshræringar, leitt
hann á braut furðulegra æfintýra.
Hvað gat ég nú látið hann taka sér fyrir hendur á morgun?
Átti ég að skipa honum að gera eitthvað ákveðið, eða láta hann
ekkert vita og því næst láta eitthvað koma honum á óvart? Loks-
ins komst ég að þeirri niðurstöðu, að sameina þetta tvennt. Og
daginn eftir skrifaði ég honum, að þar til hann fengi fyrirskipanir
í gagnstæða átt, ætti hann að sofa allan daginn, en ráfa um að
næturlagi á ýmiskonar afskekktum stöðum. Að svo búnu fór ég
á fund fasteignasala nokkurs og leigði smáhús fyrir utan borgina
um misseris skeið. Þar næst réð ég til mín tvo atvinnuleysingja,
sem voru að svipast um eftir einhverju starfi yfir veturinn. Að
fjórum dögum liðnum var allt undirbúið. Á tilteknu kveldi lét ég
veita Amico Dite eftirför, og þegar hannvar kominn á afskekktan
stað, réðust starfsmenn mínir á hann, kefluðu hann og bundu og
fluttu til hússins, sem ég hafði leigt. Því miður veitti enginn þvi
eftirtekt, hvað við höfðum fyrir stafni. Og enginn skýrði lögregl-
unni frá hinu furðulega hvarfi Amico Dite. Ég varð því að sjá
fyrir tveimur efldum mönnum, sem kröfðust þess að fá „mat
sinn og engar refjar“ og kaup þar á ofan, í marga mánuði.
En það, sem olli mér mestum áhyggjum var, að ég hafði í raun-
inni ekki nokkra hugmynd um, hvað ég átti að gera við þennan
mann, sem ég hafði fengið til eignar og umráða. Um kvöldið,
þegar ég hafði fengið hann að gjöf, hafði mér fundizt það ágæt
hugmynd, að láta ráðast á hann og nema hann á brott —, það
væri góð byrjun á keðju æfintýralegra og áhrifamikilla atburða,
— en ég hafði ekkert hugsað út í, hvað mundi gerast síðar. En
það var vitanlega svo, að því er Amico Dite snerti, að það varð að