Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 132

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 132
f----------------------------------------------------- Á þunnum ís - örlög Grána Myndin á bls. 25 í heftinu er af Guðmundu Andrésdóttur frá Skálanesi í Hraunhreppi, en hún var Sigríði Þorgeirsdóttur, konu minni, til aðstoðar, meðan hún var húsmóðir í Þver- holtum, og er myndin tekin á túninu þar, með eitt barnanna, sem áttu sína bernsku þar, og talar myndin sínu máli um tengsl allra við Grána, á dögum góðra vona og óska. En örlögin verða önnur, en menn og — hestar — ef til vill liíka, gera sér vonir um, þegar allt leikur í lyndi. Síðar meir bárust mér þau tíðindi að hausti til, er ég var kominn aftur í morgunútvarpið, frá hinu góða fólki, sem komið var að Þverholtum, Ágústi Jónssyni vegavinnustjóra og Þórdísi konu hans, að Gráni væri horfinn, og ekki komið til skila þrátt fyrir mikla leit og fyrirspurnir. Lengi var von- að, að hann myndi koma fram, — skila sér eftir eitthvert slangur með aðkomuhrossum. Ekki var ég trúaður á það, en eitt sinn varð mér hugsað til Jarps, hests, sem ég hafði keypt og ætlað til reiðar. Hann lenti í dýi fyrir ofan Hofsstaði. Hann fannst dasaður og án þess að geta björg sér veitt. Var brugðið við af vinafólki á Hofsstöðum og fleirum, og tókst að koma reipum á hann og ná honum upp, en hann varð ekki samur síðan. En ég hratt frá mér þeirri hugsun, að þetta hefði komið fyrir Grána. Það átti samt fyrir mér að liggja að finna Grána í Bæjartjörninni í Þverholtum þar, sem úrrennsli var úr henni innan girðingar. Gráni hafði sézt síðast á beit á bökkum tjarnarinnar handan girðingar. Mikill leir og dýpi var þar sem ég fann Grána, sem hefir ætlað að stytta sér leið yfir tjörnina, á þunnum ís, sem brotnaði svo undan honum í kvik- syndið í krikanum, hyldjúpt — og leirblandið. Það sást aðeins á faxið. Allt hold reyndist skafið af beinunum í leirblautu vatninu. Þetta var áður en byrjað var að ræsa fram mýrarnar. Og svo, er færi gafst, hirtum við Gunnar beinin, og heygðum þar sem hæst ber í Þverholtatúninu, svo sem áður er sagt. v_____________________________________________________J
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.