Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Qupperneq 102
100
hollustu hans og trúfesti, og jafnvel nú, ef rætt er um ástir, telur
hún Cornelio tryggastan allra þeira ástmanna, sem hún hafi heyrt
um getið.
Cornelio féll því ekki fyrir neinum freistingum og hugur hans
var ekki bundinn við neinar konur, nema konu þá hina fögru
í Milano, sem hann unni heitara en nokkru sinni, og var það
eina huggun hans, að fá bréf frá henni endrum og eins, og skrifa
henni í staðinn. Hafði þetta hugsvalandi áhrif á hann, var hon-
um kannske dálítil hjálp og huggun, og stytti honum stundirnar
í útlegðinni .
Dag nokkurn fékk hann bréf frá vinkonu sinni í Milano og varð
bréf þetta honum ærið umhugsunarefni. Vissi hann nú ekki hvað
gera skyldi. Að því er virtist var eiginmaður Camillu til neyddur
að hverfa frá iMlano um stundarsakir, og dveljast um hríð á einu
sveitasetri sinu. Þegar Camilla hafði komizt að þessu, skrifaði
hún Cornelio bréf og í því stóð, meðal annarra orða, það, sem
hér fer á eftir:
„Nú getur þú séð, ástvinur minn, hvort allt snýst ekki á móti
okkur, og hvort við höfum ekki ærna ástæðu til að harma óheppni
okkar. Maðurinn minn er í þann veginn að fara frá Milano til
dvalar á einu sveitasetri sínu. Verður hann að heiman nokkra
daga. Gætir þú nú komið hingað og dvalizt hér í fjarveru hans
gætum við átt góðar stundir saman, en ég sé enga leið til þess,
og mér fellur það ákaflega sárt, að við getum ekki hitzt.“
1 bréfinu var fjölda margt annað, sem bar eldheitri ást vitni,
og æ getur að líta í bréfum ástfanginna kvenna.
Cornelio vissi ekki, sem fyr segir, hvað gera skyldi. 1 vand-
ræðum sinum fór hann til vinar síns, Delio að nafni, sem hann
unni mjög, en Delio hafði, þegar hann var í Milano vitað gerla
um ástir þeirra Camillu og Cornelio. Og reyndar var hann ger-
kunnugur öllu, sem á daga Cornelio hafði drifið. Cornelio lagði
nú bréfið í hendur Delio og sagði aðeins:
„Lestu“!
Delio var varla búinn að lesa bréfið, þegar honum flaug í hug,
hvað Comelio var að hugsa um:
„Vinur minn, þú ert að hugleiða að fara til Milano og verða
drepinn — og finnst mér,að enga nauðsyn beri til að flana að slíku.