Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 112
110
því að hann var dauðlúinn af ferðalaginu, og vildi helzt af öllu
komast í rúmið.
„Heyr mig, kona mín,“ sagði hann, „við skulum fresta öllu
skrafi um þetta til morguns og fara að hátta!“
Nú víkur sögunni til Cornelio, sem enn stóð uppréttur í reyk-
háfinum. Greip hann ótti eigi lítill, er hann heyrði, að maður
Camillu var kominn heim. Nú var nágrönnunum sagt að fara og
dyrunum læst, en reiðskjótar eiginmanns Camillu settir inn í hest-
hús þar skammt frá.
Fór hann upp í herbergi sitt og lét kynda bál, því að honum
var hrollkalt, en þjónar hans tóku til að afklæða hann. En tveir
manna þeirra, sem voru í fylgdarliði eiginmannsins, höfðu lagst
fyrir í herberginu, þar sem Cornelio faldist, en honum leið því
verr sem lengur leið, og vissi eigi hvað gera skyldi. Hinir, sem
gengið höfðu til hvíldar annars staðar höfðu skilið þar eftir byss-
ur sínar og kylfur.
Þegar maður Camillu var háttaður fór hún niður ásamt þernu
sinni til þess að reyna að bjarga Comelio með einhverjum hætti,
ef unnt væri. Þegar hún sá þjónana tvo, sem þar höfðu lagst fyrir,
sagði hún við þá:
„Þið hefðuð ekki átt að leggjast fyrir hérna, því að allt er á
tjá og tundri.“
En í þessu kom brytinn inn og sagði:
„Lofið þeim að hvílast þarna í nótt, lafði mín, á morgun kemst
allt í lag. Er nú langt liðið á nótt og tími til, að allir leggist til
hvíldar.“
Camilla sá nú fram á, að sér mundi ekki verða unnt að hjálpa
elskhuga sínum og sagði:
„Ég kom niður til þess að skipa svo fyrir, að ekki væri kveikt
upp í arninum, því að sprunga er ofarlega í reykháfinum, og gæti
kviknað í húsinu, ef hér væri eldur á arni.“
Þegar Camilla lagðist við hlið manns síns var hann nærri
sofnaður, en hún gat ekki um annað hugsað en hvernig hún ætti
að bjarga vesalings Comelio.
„Þú kemur seint heim, herra minn, en nú eru næturkuldar
miklir.“
„Já,“ sagði hann,„ég fór frá Novara í gærmorgun og bjóst við að