Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 67

Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Page 67
65 Þannig hugsaði móðir Guglielmo. Og hún læddi þessu að hon- um, er færi gafst. Stöðugt hafði hún klifað á hinu sama, grafið undan þeim stoðum, sem hann helzt hefði viljað byggja á. Og loks hafði hann gengið að eiga Irene. Og friður ríkti. Og nú eftir nokkurra ára sambúð og tilbreytingarlaust líf var Irene í þann veginn að ala honum son. Vitanlega yrði það dreng- ur. 1 fyrstu fagnaði hann ekki, en er frá leið var hugur hans grip- inn eftirvæntingu. Hún mundi ala honum son. Það var uppbót fyrir allt, sem hann hafði farið á mis. Hann stóð upp skyndilega og fór út í göngin. Sterkur lyfjailmur barst að vitum hans. Ef hann legði við hlustirnar mundi hann kannske heyra andvörp hennar ... en allt í einu brá fyrir skugga — og svo var mælt styrkri, rólegri röddu: „Rólegur nú, ég er kominn!“ Það var læknirinn, gamall vinur fjölskyldunnar, feitlaginn og rjóður, sem eins og bar það með sér, að það gæddi hann nýju þreki, að sinna læknisskyldunum, vera þar til hjálpar, sem nýtt lífsljós kviknaði. „Ég kom eins fljótt og mér var unnt ... hvernig líður henni ... vel... fyrirtak ... vertu ekki æstur — ég mundi fá mér göngu í þínum sporum eða halda kyrru fyrir í lesstofunni. Ég kem eftir eina eða tvær stundir og segi þér tíðindin.“ Hann fór hlæjandi inn í svefnherbergið. Guglielmo lagði leið sína inn í lesstofuna. Andartak flaug honum í hug að fara að ráði læknisins og fara út að ganga, en einhver óvissa, kvíðabland- in gleði náði tökum á honum og hann fór hvergi ... Hann settist aftur við skrifborðið. Og sömu hugsanirnar komu aftur — eins og í fylkingu, hugsanir um liðna daga, einmitt nú, á þessum tímamótum, er hann átti að hugsa fram, um son sinn — framtíðina. Og hugurinn fló lengra og lengra — aftur í tímann. Til liðinna daga. En hugsanirnar um þá voru hugsanir um önnu — alltaf um önnu, nafn hennar, hana sjálfa. Hann hafði séð hana nokkrum sinnum eftir að hann kvæntist. Hún hafði ekki gifzt. Hún kaus að vera frjáls, — það sagði hún sjálf og hló við. Nú var hún tuttugu og sjö ára, bjó ein, ferðaðist mikið, hafði alltaf miklu að sinna, en var alltaf kát og jafnfögur 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Rökkur : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/1772

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.