Rökkur : nýr flokkur - 01.06.1980, Síða 66
64
hafði lagt á ráðin — og hann lét hana ráða. Hann hafði ekki fram-
tak í sér, til þess að fara sínar götur, skorti sjálfstraust, efaðist
um hæfileika sina. En móðir hans, sem var miðaldra kona, með
sjónarmið roskinnar konu, sem hefir nokkurn beyg af framtíð
sonar síns, nema hann komist í örugga höfn, hafði rætt við hann
af varfærni, en allt af í sama tón og allt af klifað á því sama:
„Þú ættir að kvongast Irene. Það er stúlka við þitt hæfi, eina
stúlkan, sem er eins og sköpuð handa þér. Hún er ekki fríð sýn-
um — ég veit það, en hún er alvörugefin stúlka og verður dugleg
húsmóðir, og þótt hún sé ekki auðug, getur hún talit sæmilega
efnuð. Þú gætir nú heldur ekki sett þér það mark, að fá auðuga
konu ..., hún mun reynast þér góð kona og ala þér börn — hvers
geturðu frekar óskað? Það er tilgangslaust að reisa neinar skýja-
hallir, það veiztu. ...“
En hann var hættur að reisa skýjaborgir. Hann gekk að eiga
Irene til þess að verða við óskum móður sinnar, og hann vandist
því lífi, sem í hennar augum var hamingjulíf, af því að allt var
öruggt og í traustum skorðum.
En það var allt svo grátt og litlaust — eins og að reika í draumi
í sjúkrastofu. Móðir hans hafði vitað hvað hún söng þegar hún
talaði um skýjahallir, því að ef Guglielmo nokkuru sinni reisti
sér skýjaborgir var það vegna þess að hugur hans hafði hneigzt
til önnu, sem var dóttir einnar systur föður hans, sem hafði
gifzt auðugum og slyngum kaupsýslumanni. Anna var þvi upp
yfir hann hafin, að áliti móðurinnar.
Þegar hann var drengur og á unglingsárum hafði hann komið
tíðum á heimili þessarar föðursystur sinnar, en þegar frænka hans
sá hvert krókurinn beygðist, breyttist viðmót hennar — því að
hún vildi, að Anna giftist auðugum manni. Og Guglielmo hætti
að heimsækja frændfólk sitt. Anna var há og ljós og grönn, fag-
urlega klædd, og hvar sem hún gekk var ilmur í lofti. — Hún var
skýjahalladisin, sem Guglielmo mátti ekki hugsa um.
„Hví skyldi hún gera hann ástfanginn í sér? Til þess að giftast
honum? O, sussu nei! Hún mundi stefna hærra. Og ef hún heldur,
að hún elski hann ætti hún að gera sér ljóst, að hún lét líklega
við hann sér til dægrastyttingar — í rauninni stendur henni alveg
á sama um hann.“