Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 7

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 7
ÞORSTEINN ERLINGSSON: Rit l-lll Tómas Guðmundsson hefur séð um útgáfuna. Þetta er fyrsta heildarútgáfa af ritum Þorsteins Erlingssonar og er hún gerð til minningar um aldarafmæli skáldsins, 27. sept. Taka tvö fyrstu bindin til ljóðmæla skáldsins, og eru þar á meðal nokkur kvæði, sem áður hafa ekki komist á bók, en þriðja bindið hefur að geyma dýra- sögur Þorsteins, þjóðsagnir, sem hann hefur skráð, og loks úrval af rit- gerðum hans og blaðagreinum. Ennfremur fylgir ritunum hin merka og ýtarlega ritgerð Sigurðar Nordals um Þorstein, ævi hans og skáldskap. en Tómas Guðmundsson hefur séð um útgáfuna og ritar hann formálaorð fyrir hverju bindi um sig, auk eftirmála við allt ritsafnið. Þessi fagra útgáfa mun áreiðanlega eignast sjálfskipaðan sess við hlið annarra öndvegisrita á hverju íslenzku menningarheimili. ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA. Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.