Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Síða 12

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Síða 12
Fyrir skömmu sendi einhver, sem ekki lét nafns síns getið, ábendingu um að afla frásagna um dularfull fyrirbœri við stangveiðar. Ekki mundi standa á rit- stjóranum að birta slíkar sögur, ef þœr bœrust, því að hann er þar, eins og kunn- ugir vita, talsvert „veikur fyrir“. Þesscuri hugmynd er hér með komið á framfœri, og vœri gaman ef hún bceri einhvern ár- angur. íslendingum er i blóð borin löng- un til þess að skyggnast inn í hið óþekkta, og trúin á að eitthvað sé til „hinum meg- in“ við hið daglega skynsvið er sterk með þjóðinni. Um þessa hugmynd eru þó skoðanir lesenda eflaust talsvert skiptar. Skoðanir eru lika, og þurfa að vera, skiptar um það, hvernig Veiðimaðurinn hafi innt hlutverk sitt af hendi og hvers af honum megi vœnta. Hið síðara verð- ur þó ekki séð óðar en liður. Hann hefur átt og á enn líf sitt og framtið undir þeim, sem hann þjónar. Frá þeim verður hann að fá lífsafl sitt og nœringu. Allt hans ráð er i þeirra hendi. Á þessum 20 árum hafa margir stutt hann vel, en á hitt skal þá ekki dregin dul heldur, að von- brigðum hefur valdið, hvað sumir, sem hefðu getað lagt honum lið, hafa lítið fyrir hann gert. Vœri vel til fallið, að þeir bœttu nú fyrir þá vanrœkslu, með þvi að senda honum eitthvert efni í fyrsta blað þriðja ævitugsins. Oft hefur verið á það minnst hér, uð skammdegið og vetrarmánuðirnir vœru ákjósanlegur timi til þess að festa á blað hugleiðingar um veiðimálin. Margir eru oft og iðulega að hugsa um þessa hluti þann tima, sern stangveiði er ekki stunduð, og ýmsum þeirra dettur eflaust margt í hug, sem fengur væri að fyrir blaðið. Margir bera við timaleysi, en sú viðbára er ákaflega oft notuð sem af- sökun fyrir framtaksleysi. Þeir menn munu vera teljandi, ef nokkrir eru, sem störf hafa hlaðizt svo á, að þeir geli ekki gefið sér tima til þess allan veturinn, að semja greinarkorn í timarit, ef þeir griþa þær stundir, sem gefast. Galdurinn er iíklega einkum sá, að afmarka hverju viðfangsefni réttar stundir. ☆ Einn af vitringum Ritningarinnar seg- ir, að öllu sé afmörkuð stund, allir hlutir undir himninum hafi sinn tima. Þessi orð hins forna spekings eru enn i fullu gildi. Jörðin er nú eins og þá rúma 365 daga að ganga umhverfis sólina og þeirri göngu er lif allra jarðarbúa háð. Tím- inn er sú staðreynd í mannlifirm sem allt okkar arnstur og áform eru háð, og þótt stundum sé verið að segja okkur að hann sé ekki til i raun og veru, verður hið óhagganlega lögmál hans ekki umflú- ið. En hann virðist hafa yndi af því, að leika á mannlega skynjun. Og hann gerir það oftast á þann háitt, að þykjast vera fljótur að líða, þegar okkur liður vel, en lengi þegar eitthvað blæs á móti eða á- nægja er i vændum; en hann á einnig til að hlauþa frá okkur, án þess að við gerum okkur Ijóst, hvernig hann hefur liðið. Hann hlær að barna- skap okkar, þegar við erum að telja sjálf- um okkur trú um að við höfum sigrað hann og segir eitthvað á þessa leið: Ykk- ar stund er afmörkuð, góðir hálsar, og innan þeirra marka megið þið sprikla eins og þið viljið. En hvar sem þið eruð og hversu hratt sem þið þeytist áfram, þá er ég einnig þar, og undan mér komizt 2 Veiðimaðurinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.