Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Qupperneq 14
Hvar á laxinn sér paradís?
LAXINN er dularfullur fiskur. Hann
skríður úr hrogninu í ósöltu straumvatni,
enda geta hrognin ekki klakizt út í sölt-
um sjó. Á þriðja til sjötta vori grípur
ungviðið skyndilega ferðaþrá. Mjóslegin
og lítil vexti láta seiðin berast til sjávar,
en eftir nokkur misseri koma þau aftur
og eru þá orðin að feitum og sællegum
löxum. Það er einn af leyndardómum
náttúrunnar, hvert laxinn fer og hvar
hann öðlast þennan mikla og skjóta
þroska. Við þá gátu hafa vísindamenn
glímt í mörg ár. Hér er varpað fram einni
getgátunni, sem enskur náttúrufræðing-
ur er höfundur að.
I.
Saga laxins hefst á því, að ljósrautt
hrogn liggur grafið í fíngerðri möl í ein-
hverri ánni. Úr þessu hrogni skríður of-
urlítill fiskur, sem liggur í marga daga
kyrr í afdrepi sinu og nærist á forða
þeim, sem hann á í kviðpoka sínum.
Hann getur átt framundan átta eða níu
æviár, en þessir dagar eru sá tími ævi
hans, sem hann er óhultastur.
Þegar kviðpokinn er tæmdur, borar
seiðið sér upp úr mölinni, og þá hefst
sá vandi, sem lífið færir því. Það er ekki
nerna brot úr þumlungi á lengd, en gráð-
ugir og hungraðir óvinir eru víða á
sveimi, bæði fiskar og fuglar. Innan
fárra daga hafa stór skörð verið höggvin
í seiðahópinn, sem klaktist út.
Sjálft sækist seiðið eftir lífverum, sem
eru smærri en það. Það stækkar þó afar
liægt — seinna en silungsseiði. Eftir tvö
æviár í námunda við þann stað, er það
fyrst vaknaði til lífsins, er það ekki nema
fáir þumlungar á lengd.
En einn góðan veðurdag kemur yfir
það og önnur seiði á þess aldri undarleg
óró, og hópurinn tekur að láta berast
með straumi í átt til sjávar. Það er þó
eins og þeim sé hálfnauðugt að fara. Þau
snúa höfði í strauminn og láta hrekjast
fyrir honum, líkt og þau berjist þó hálft í
hvoru gegn þeirri þrá, sem þeim er í
blóð borin.
Hættunum fjölgar. Seiðin hrekjast
undan straumi, sem svarrar við kletta og
byltist í þrengslum, steypast fram af foss-
brúnum og byltast í flugstrengjum. Og
þetta getur orðið býsna langt ferðalag.
Frá hrygningarstöðum laxins í Júkon-
fljóti fara seiðin á fjórða þúsund kíló-
metra, áður en þau komast i sjó.
II.
Loks er fyrsta áfanga ferðarinnar náð.
Strauminn þrýtur, saltur sjór seytlast í
gegnum litlu tálknin. Og þá bíða seiðin
ekki boðanna. Þau taka viðbragð og
stefna beint til hafs. Og þar með hverfa
þau sjónum okkar. Enginn veit meira um
ferðir þeirra.
En þau seiðanna, sem lifa, koma þó
aftur. Þau geta komið eftir eitt ár, og það
4
V.EIÐIMAÐU1UNN