Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 16
er í sjó? Laxar sjást sjaldan frá þeim
degi, er þeir hverfa í sjóinn, þar til þeir
koma aftur í ármynnið. Þetta er ein-
kennilegt, því að nú eru öll heimshöf
allvel kunn, bæ'ði yfirborð þeirra og hin
myrku djúp. Fiskiskip eru á sífelldu
sveimi um höfin í leit að alls kvns fisk-
um, en þó er ekki algengt, að á þau veið-
ist lax.
Og hverjir eru hættir laxins í sjónum?
Sjáanléga sparar hann ekki við sig mat-
inn. En hvað hleypir í liann slíkum vexti
og afli, og hvar fær hann það?
Engin svör, sem sönnuð verði, fást við
þessum spurningum, en stoðum hefur
verið rennt undir ýmsar kenningar. Eng-
inn hefur enn vogað að geta sér til um
það, hvar Kyrrahafslaxinn heldur sig, en
enskur náttúrufræðingur, Georg Rees,
liefur borið fram þá kenningu, að At-
lantshafslaxinn eigi sér athvárf í Norð-
uríshafinu undjir hinum miklu hafís-
breiðum þar. Þetta, segir hann, skýrir
hinn mikla viixt, laxins og hve sjaldan
hann veiðist á rúmsjó.
Sjávarlíf byggist mjög á sölturn, sem
fljóta upp úr djúpunum, þar sem upp-
streymt er. Slíkt uppstreymi er víða í
hinum nyrstu höfum. Söltin veita margs
konar einfrumungum lífsskilyrði, en á
þeim lifir aftur svif og smáverur, sem
slíkur aragrúi er af i hafinu, að það verð-
ur aðeins talið méð stjarnfræðilegum töl-
um. Á þessum verum lifa ýmiss konar
krabbadýr, sem aftur eru fæða fiska.
Georg Rees telur, að milljónir laxa-
seiða, sem ganga niður ár í Evrópu og
Norður-Ameríku, safnist saman í gífur-
legar torfur, sem leggi leið sína undir
heimskautsísinn. Þar sé sæluríki laxins,
6
og þar rnati hann krókinn á rækjum og
marþvara og þurfi ekki að reyna á sig
við annað en hárna í sig lostætið.
V.
Yfir því hvernig laxinn ratar um út-
höfin, hvílir sama hula og ferðum far-
fuglanna. Engin fullnægjandi skýring
hefur komið fram á ratvísi laxins. F.n
þetta á við um fleiri fiska en hann. Til-
raun var gerð við vatn í Kanada, er marg-
ir lækir renna í. Hundrað silungar voru
veiddir í gildrur í hverjum læk, fluttir
langar leiðir á bifreiðum og merktir.
Síðan var þeim sleppt í vatnið. Innan
tveggja sólarhringa voru flestir komnir
aftur í gildrurnar í lækjunum, og hafði
hver ratað í sinn læk.
Nú á dögum eru aðeins tvær eða þrjár
laxár, sem teljandi eru, í austurhluta
Bandarikjanna, Jrví að laxstofninn hefur
verið upprættur með frárennsli verk-
smiðja og borga eða ofveiði. Á vestur-
ströndinni er enn lax í flestum liinum
meiri ám. Svo er sunnan frá Kaliforníu
og norður um, allt í Júkonfljót. Sums
staðar eru klakstöðvar miklar, og í einni
stöð, sem starfað hefur í fjórtán ár, hefur
verið klakið út fjörutíu milljónum seiða.
I.axinn kemur aftur eins nærri uppvaxt-
arstöðvum sínum og hann getur. En van-
höldin eru mikil. Af hverjum þúsund
seiðum farast 999. — Mörgum fögrum
fiski er fjörtjón búið á langri ferð.
A THS.
Þessi grein var hirt í blaðinu Frjálsri þjóð sl. vor.
Hún ;í erindi til lesenda Veiðimannsins, þútt sumt
í henni eigi ekki við íslenzkar aðstæður.
Ritstj.
Veiðimaðurinn