Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Side 27

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Side 27
flutningalest blandaðist Ijúfum fiðlutón, cello eða flautu. Vera má að laxinn leiti alltaf að réttu samblandi þeirra lyktar- efna, sem liann hefur dregist að af eðlis- hvöt um aldaraðir. En þó er enn von um áð hann fáist til að svara kalli „lestarpíp- unnar“. Þýtt úr The Fishing Gazette. Aths. TIL viðbótar því, sem skýrt er frá í grein þeirra Haslers og Larsens hér á undan, má geta þess, að fyrir skömmu birtist í dagblaðinu Vísi fréttaklausa um þetta efni. Segir þar á þessa leið: Er fundin ráðning á gátunni um ratvísi laxins? SKOTAR hafa löngum verið áhuga- samir laxveiðimenn og leitað víða fanga. Til er skozkur málsháttur, sem hljóðar sva: Eng.’n veiði í dag, ef vinnukonan fer a'ð vaða. Nú hafa kanadiskir fiskifræðingar sannað gildi þessa málsháttar. Eftir sex ára rannsóknir á háttalagi laxins og sérstaklega göngu lians í ár, hafa þeir komizt að þeirri niðurstöðu, að laxinn er ákaflega lyktnæmur. Lax á göngu snýr þegar í stað við og leitar sjáv- ar á ný, ef hann finnur mannaþef af vatn- inu. Þess vegna skyldi enginn fá sér fóta- bað í ánni, ef liann hyggst kasta þar fyrir lax, og jafnvel er ráðlegt að snerla sem minnst línuna með berum höndum hvað þá heldur agnið. Vísindamennirnir gerðu ýmsar tilraun- ir í þessa átt. T. d. þvoðu þeir hendur sínar í hálfpotti af vatni og helltu skólp- inu síðan í ána. Þetta var nóg til að fæla laxinn frá í fimm til tíu mínútur. Efna- greining sýndi, að það var efni í svitan- um, sem lyktaði svo mikið að laxinn fældist. Þessa lyktnæmi laxins mætti fíka hag- nýta sér. Með lyktarelnum mætti lokka liann upp laxastiga, sem lagðir eru hjá vatnsvirkjunum víðs vegar. — Einnig má fæla liann frá, þar sem ekki er heppilegt að liann gangi vegna þrengsla, eða þar sem honum kynni að vera hætta búin, og leiða hann í þess stað á heppilegri hrygn- ingarsvæði. Vísindamennirnir eru sannfærðir um að laxinn þekki ána sína af lyktinni og hún sé það leiðarljós, sem geri lionum kleift að finna ávallt ána, sem liann klakt- ist út í. Er þarna búið að leysa hina miklu gátu um laxinn og göngu hans? Setti í mink. S.l. sumar gerðist sá atburður í Fnjósk- á, að stangaveiðimaður setti í mink, þeg- ar hann var að renna fyrir bleikju. Ekki hefur bláðið fregnað, hvort liann hélt í fyrstu að stórfiskur væri kominn á krókinn, en trúlega hefur hann orðið liissa, þegar liann sá ódráttinn. Ekki komst þó svo langt, að hann næði dýrinu á land, því að það sleit sig af önglinum eftir nokkra stund. Veidimaðurinn 17

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.