Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 40

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 40
Óli Bjarnason i Grimsey, sá, sem ireidcli stóra laxinn. Myndin er tekin um borð i varðskipimi Scrbjörgu. um laxi, sem fannst dauður í Laxá í Að- aldal á jóladag 1929. Laxinn var nál. 12.H cnl. að lengd frá trjónu og aftur að sporði eða 132—183 cnt., ef sporðlengdinni er bætt við, eftir því, er Sigurður telur. Sig- urð minnir, að laxinn hafi vegið 36 pd. Lax þessi hefur verið milti 40—49 pd. nýrunninn úr sjó, því að gera má ráð fyrir, að liann hafi tapað allt að 30% af þyngd sinni frá því að liann gekk í ána. Er líklegti að um liafi verið að ræða einn af fjórum stærstu löxunum, senr á land hafa komið hér. Frásagnir eru til af 7 löxum milli 36 og 39 pd. Skal sagt frá því, sem höfundi er kunnugt unr þá. Stærsti laxinn, sem veiðzt hefur í Árnessýslu, vóg 39 pd. og fékkst fyrir unr 40 árutrt í lögn, sem köll- uð var Víkin og var úti í Ölfusá. Um þetta leyti stunduðu þeir Sigurgeir Arn- bjarnarson og Stmon Jónsson, bændur á Selfossi, veiðarnar, og er Sigurgeir heim- ildarmaður nrinn unr þennan lax. Krist- inn Sveinsson fékk 381/, pd. lax á stöng í Hvítá, hjá'Iðu í júní 1946. Laxinn var 115 cnr. á lengd og 70 cm. að ummáli. Þann 7. september 1952 veiddi Víg- lundur Guðmundsson lax, hæng, á stöng í ármótunr Brúarár og Hvítár, og vóg hann 371% pd., var 122 cm. að lengd og 65 cm. að ummáli. Laxinn var 6 vetra gamali, hafði dvalizt 5 vetur í fersku vatni og 3 vetur í sjó og hafði ekki hrygnt. í Hvítá í Borgarfirði hafa veiðzt tveir 36 pd. laxar. Annar veiddist í króknet frá Ferjukoti rétt fyrir 1920. Daníel Fjeld- sted, læknir vitjaði um netið, sem laxinn var í, ásamt Sigurði bónda Fjeldsted í Ferjukoti, og hefur Daníel sagt höfundi frá laxinum. I netinu var einnig 26 pd. lax. Hinn laxinn var veiddur á stöng þann 22. ágúst 1930, fyrir neðan Svart- höfða, af Jóni J. Blöndal, hagfræðingi, frá Stafholtsey. I Laxá í Þingeyjarsýslu hafa veiðzt til- tölulega flestir stórir laxar miðað við laxafjöldann, sem gengur í ána, og má því óhikað telja hana mestu stórlaxaá landsins. Tveir 36% pd. laxar hafa véiðzt á stöng í henni, annar 1912 af L. S. Fort- escue, hjá Nesi, en hinn af Jakobi Hat- stein þann 10. júlí 1942, í Höfðahyl. Til sámanburðar við ofangreint skal 30 Veiðimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.