Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 56

Veiðimaðurinn - 01.12.1959, Page 56
Hér ýmsir dást að Óla J. Ólasyni í hljóði, sá þarf nú ekki að þiggja stoð úr þurrafúasjóði. Sé fengurinn slakur er fint að vera rakur, en ei mun auðnan spóla, hjá Óla. Hans Þórðarson ei þrýtur föng, og þrcklega er hann vaxinn, að hann á bœði hjól og stöng er hörmung fyrir laxinn. Ef allt vœr’ á þrotum, œtli kcemi að notum, orkan electriska við fiska? Ef áncegjan úr augum skin, er eitthvað til af sjússum. ()g margur vex að vallarsýn, með veiðistöng, i bússum. Viðar það veit urn hvað vifin hugsa i sveitum og vel er Viðar menntur, og tenntur. Ef fá menn lengi fiskinn þreytt, hvort fer hann ekki að syfja? Það yrði fram í Ijósið leitt, ef laxinn mœtti kryfja. Þórarinn Sveinsson! þess er ekki neins von, að fiskar læknis leiti, svo heiti. Ef bregst á stundum veiðivon, þá versnar skjótt manns hagur. En samt er Guðni Guðmundsson, við gjöldin ekki ragur. Hceglátur er ’ann, en hrekkur upp ef sér ’ann fiska liggja i leyni, hjá steini. Við höfum margan manninn séð, sem meira en litið getur, þó löngum geti lika skeð, að laxinum veiti betur. Er furð’að menn skáli, fyrir Sigurpáli, sem eldmóð aldrei skorti, i sporti. En hér eru ung og indcel fljóð, sem oss er skylt að lofa, og vistin með þeim vceri góð, í veiðimannkofa. Ef vceru þau hjá oss, vízt mundi enginn lá oss, að fara ekki á fcetur, um ncetur. Og eflaust flesta eiginmenn, við árnar má það hugga, að hita þcer vort lijarta enn, þó hafi ei sporð né ugga. Skál þeirra kvenna. sem skilja og grun i renna, hve oft oss öllum sárnar, við árnar. Veidimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.