Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Side 9
Teikning af fyrirhugaðri tilraunaeldisstöð Alþjóðalaxastofnunarinnar.
því sem meginreglu, að löndin, sem fóstri
laxinn, hafi forgangsrétt til að vemda hann
og veiða.
Takmarkanir á úthafsveiði.
Af því, sem nú var sagt, er augljóst að
mikil hreyfing hefur komizt á laxamálin,
aðallega vestan hafs. Hefur þegar mikið
áunnizt hvað snertir takmarkanir á laxveið-
inni í úthafi, einkum við Vestur-Grænland,
en þar hefur mest munað um samninga-
gerð Bandaríkjanna og Dana þess efnis, að
Danir dragi úr veiðum í úthafinu við Vest-
ur-Grænland í áföngum til ársins 1975 og
hætti þeim á árinu 1976. Byggist sú samn-
ingagerð á lögum, sem Bandaríkjaforseti
staðfesti í desember 1971. í þeim er for-
setanum heimilað að setja hömlur á inn-
flutning frá þeim löndum, sem fiska með
þeim hætti eða undir þeim kringumstæðum,
er dragi úr áhrifum alþjóðlegra fiskvernd-
unaráforma.
Laxamálafundir.
Alþjóðalaxastofnunin hefur haldið tvo
fundi, þar sem fjallað hefur verið um sér-
fræðileg efni varðandi líf laxins. Fyrri fund-
urinn var haldinn í Manchester, New
Hampshire, í Bandaríkjunum, 25. og 26.
marz 1971. Þar var umræðuefnið laxaeldi.
Fluttir voru fjórir fyrirlestrar um það efni
af þekktum sérfræðingum á því sviði.
Seinni fundurinn var haldinn í sam-
vinnu við Laxarannsóknarstofnunina dag-
VEIÐIMAÐURINN
7