Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Qupperneq 12

Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Qupperneq 12
þúsund. Ráðgert er að reisa hús, sem er um 2000 ferm. að flatarmáli. Á það að rúma skrifstofur, rannsóknarstofur, bókasafn, geymslur, klakherbergi og eldissal. Á b.Vggingunni verði turn fyrir Ioftun á vatni og í kjallara undir hluta hennar verður kom- ið fyrir dælum, kerjum og síum í sambandi við vatnskerfi stöðvarinnar. I eldissal, sem er um 1150 ferm. að flat- armáli, verði 120 eldisker. Helmingur þeirra verður 1,5x1,5 m að flatarmáli og hinn helmingurinn 3,0x3,0 m. Þá verða níu steinsteyptar hringtjarnir utan húss, og er hver þeirra 7,5 m í þvermál. Vatnskerfið verður með óvenjulegum hætti á okkar vísu. Notað verður svokallað lokað kerfi. Vatninu er dælt um stöðina og síað í þar til gerðum síum milli þess, sem það renn- ur um eldiskerin. Endurnýjun á vatninu fer þannig fram, að um tíundi hluti vatnsmagns- ins, sem er í notkun hverju sinni rennur út úr kerfinu, þegar að síunum kemur, en samsvarandi vatnsmagn af fersku vatni bæt- ist við í kerfið. Notkun á lokuðum vatns- kerfum í eldisstöðvum fer mjög í vöxt vestan hafs um þessar mundir, enda hafa þau vissa kosti og tæknin við síunina hefur ver- ið bætt að undanförnu. Islendingar á fundinum. Fjórir Islendingar sóttu laxamálafundinn auk greinarhöfundar. Þegar Willfred Carter var hér síðastliðið sumar, bauð hann full- trúa frá Landssambandi stangaveiðifélaga og öðrum frá Landssambandi veiðifélaga að sækja laxamálafundinn, og myndi Al- þjóðalaxastofnunin greiða kostnað við uppi- hald og ferðalög gestanna meðan þeir dveldust í Kanada. Barði Friðriksson, for- maður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, sótti fundinn fyrir hönd samtaka stangaveiðifé- laganna og Þorsteinn Þorsteinsson, Skálpa- stöðum, Lundarreykjadal, formaður Veiði- félags Grímsár og Tunguár, fyrir samtök veiðifélaga. Auk þess sóttu fundinn tvær stúlkur, sem eru við framhaldsnám í fiski- fræði og vatnalíffræði við Comell-háskóla í New Yorkríki, þær Guðný Eiríksdóttir og Maryanna Alexandersdóttir. Lokaorð. Samtök þau, sem frá er greint, era líkleg til, ef marka má af byrjuninni, að hafa veruleg áhrif á þróun laxamála í framtíð- inni. Er það því athygli virði, að fylgjast með starfsemi þeirra og reyna að taka þátt í henni eftir því, sem við verður komið. Með stofnun samtakanna hefur skapazt m. a. vettvangur fyrir umræður um laxamálin á breiðum grundvelli. Lögð er mikil áherzla á að auka þekkingu á æviferli laxins og stuðla að endurbótum á skipulagi og stjóm- un laxveiðimála. Þessum markmiðum er ætlunin að ná með stuðningi við rannsókn- arstarfsemi með beinum fjárframlögum, út- gáfustarfsemi og dreifingu á upplýsingum, sem stuðla að aukinni þekkingu á undir- stöðuatriðum laxamálanna. Þá er ennfrem- ur reynt að koma á nauðsynlegum tengsl- um milli aðila, sem vinna á hinum ýmsu sviðum laxamálanna, með það fyrir augum, að samræma val verkefna og koma á auknu samstarfi, en allt of lítið hefur verið um slíkt fram til þessa. Mörg aðkallandi verkefni bíða úrlausnar, sem flýta má fyrir lausn á með auknu alþjóðlegu samstarfi. Munu hin nýju samtök líkleg til að vinna mjög þarft verk á því sviði, sem og öðrum, er þau hafa tekið sér fyrir hendur. 10 VEIÐIMAÐURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.