Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Blaðsíða 19
Bjarni Kristjánsson skólastjóri:
Svarti Dónald.
Það var í ágústmánuði sl. Við vorum
tveir og höfðum fjóra daga í Laxá í Aðal-
dal, í landi Ámess og fleiri jarða.
Þarna er veitt á 6 stangir, en leiðsögu-
menn eru 3 og hver þeirra með sinn jeppa-
bíl. Heimir á Tjörn varð leiðsögumaður okk-
ar, og strax á leiðinni hófst fræðsla hans
um leyndardóma töfrafljótsins.
Af árbakkanum benti hann okkur svo á
þá staði, sem vænlegast mundi að kasta á.
Áður en til kastanna kæmi fengum við þó
mjög svo ákveðnar athugasemdir um veið-
arfærin. T. d. taldi Heimir það hið mesta
glapræði að nota hér mjórri flugutaum en
V2 mm að þvermáli. Þvílík firn þóttumst við
félagar ekki áður heyrt hafa og neituðum
í fyrstu að taka til greina. — Síðar breytt-
um við um skoðun.
Þau óskráðu lög mælti leiðsögumaður af
munni fram, að hér bæri aðallega að veiða
á flugu; að því fullreyndu mætti þó renna
maðki eða „gefa honum dúsuna.“ Til
þrautavara væri leyfilegt að kasta spæni,
en aldrei nema svo sem eins og í kveðju-
skyni við hvern veiðistað.
Þessi lög brutum við félagar lítið í fyrstu
og alls ekki er á leið veiðitímann.
Fljótlega komum við að stað, sem nefnd-
ur er Skriðuflúð. Þar er gótt að kasta flugu
á vænan hyl ofan við flúðina. Utan við hyl-
inn brýtur á klapparnefi.
„Þarna við klapparnefið liggur hann
Svarti Donald og hefur gert í allt sumar,“
sagði Heimir. „Kastaðu nú til hans flug-
unni.“
Ég tevgði úr línunni sem mest ég mátti,
en ekkert dugði.
„Sýndu mér, hvernig á að kasta þangað,“
sagði ég, og ekki mjög ánægður með eigin
afrek. Ekki stóð á því. Lengri og lengri línu
sveiflaði Heimir og loks lét hann hana fljúga
fram og leggjast endilanga á vatnið. —
Flugan sveimaði vfir Svarta Donald, — sem
ekki leit við henni fremur en öllum öðrum
flugum, möðkum og spónum, er honum
höfðu verið sýndir á löngu sumri.
En ekki voru allir laxar í ánni jafn óhagg-
anlegir í sálarró sinni og hann Svarti Don-
ald, þótt 2ja mánaða sólskin verki annars
mjög letjandi á lónbúana. Við náðum þrem
löxum þetta fyrsta kvöld og aðrir þrír
sluppu með skrekkinn.
Á þriðja degi áttum við stað, sem Prest-
hvlur er kallaður. í þeim stað hafa hvorki
meira né minna en tveir prestar drukknað.
Ekki munu þeir prestarnir hafa haft að-
stoðarmenn og ræðara á borð við Heimi á
Tjörn, og víst er um það, að ekki þóttumst
við félagar í neinni hættu á þessum slóðum
undir leiðsögn hans.
Skammt ofan við Presthvl er Skerflúð.
Þar verður naumast veitt nema frá báti.
Þarna voru nokkrir laxar, og aldrei hef ég
haft aðra eins skemmtun af fluguskoðun
VEIÐIMAÐURINN
17