Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Page 23
keppniaðili á markaði, sem lýtur lögmál-
um verzlunarreksturs, við frjálsa verðmvnd-
un. Vandamál veiðifélags í dag er ekki
hvort það á að leggja út á viðskiptabraut
markaðarins, heldur hvemig á að starfa við
þessar breyttu aðstæður.
Sem félagi í S.V.F.R. hef ég tilhneigingu
til að líta fyrst og fremst á hagsmuni þess.
En ég bið menn að gæta að því, þegar þeir
lesa framhald þessarar greinar, að ég er
einnig velviljaður öðrum félögum, sem
byggja starfsemi sína á sama hugsunarhætti
og S.V.F.R. Við getum ekki og viljum ekki
banna útlendingum að veiða hér. Fyrst og
fremst vegna þess, að við stangaveiðimenn
eigum ekki árnar. Það eru bændur og land-
eigendur. Þeir vilja fá sem hæst verð fyrir
sitt. Það er eðlilegt. Við viljum engin óeðli-
leg afskipti löggjafans í þessu máli. Rétt-
urinn til að eiga land og nýta það eftir
grundvallarreglum, er of dýrmætur til að
nokkuð sé hróflað við honum.
Það sem við getum gert og eigum að
gera, er, að aðlaga okkur breyttum aðstæð-
um, og snúa vöm í sókn. Á markaði hinnar
frjálsu verðmyndunar ræðst verð sumpart
af framboði og eftirspum, en einnig af eðli
samkeppninnar. Allt sem við höfum hingað
til gert er, að apa eftir keppinautum okkar.
Þeir tóku ár á leigu, skiptu þeim í tvö
tímabil. Annað dýrt fyrir útlendinga, hitt
ódýrara fyrir innlenda. Við leigðum Norð-
urá og Grímsá, og gerðum eins. Hverjum
kom það bezt? Þeim kom það bezt, sem
við okkur keppa. Við höldum uppi verðlag-
inu fvrir þá. Það er sitthvað, að taka veiði-
vatn á leigu, setja þar upp sæmilega að-
stöðu, deila út réttindum á kostnaðarverði,
og að leigja á, byggja lúxushótel á bakka
hennar, kaupa bíla, bryta, þjóna og veiði-
aðstoðarmenn. Gera út sölumenn í aðrar
heimsálfur, dreifa litprentuðum mynda-
listum og annast allskonar fyrirgreiðslu, sem
erlendum veiðigestum er nauðsynleg. Ef
við viljum það síðarnefnda, nú, gott og vel,
gerum það. En ekki kauplaust. Þá skulum
við án eftirþanka, breyta S.V.F.R. í ferða-
skrifstofu og reyna að hagnast svo sem aðr-
ar ferðaskrifstofur. Við skulum þá gera
þetta myndarlega og verða beztir. Ráða
starfslið, kaupa bíla og tæki. Byggja lúxus-
hótel. Hagnast og færa út kvíarnar.
Viljum við þetta? Nei. S.V.F.R. var aldrei
hugsað sem hlutafélag. Hlutverk þess er
og verður, að útvega félagsmönnum veiði-
leyfi á kostnaðarverði.
Hvað eigum við þá að gera? Það er of-
ur einfalt. Við skulum skjótast inn á mark-
aðinn sem raunverulegir samkeppnisaðilar.
Til þess höfum við tækifæri nú. Ekkert
veiðifélag hefur fleiri meðlimi. Við höfum
ágæt vatnasvæði, við höfum velvild og
traust veiðiréttareigenda. Við höfum tím-
ann með okkur. Og við getum auðveldlega
hætt að okra á útlendingum. í stað þess
að selja þeim veiðiréttindi á uppsprengdu
áætlunarverði með innreiknuðum umboðs-
launum innlendra og erlendra milliliða,
sendum við út þau boð, að þeir séu vel-
komnir til okkar sem félagar.
Við munum segja þeim að það sé lands-
venja á Islandi, að veiða án aðstoðarmanna,
en ef þeir vilji annað, þá geti þeir snúið sér
til ferðaskrifstofunnar A, sem láti þeim í
té þá þjónustu, sem þeir óska eftir. Að út-
hlutun veiðiréttinda fari fram í lok febrúar
ár hvert, og ef þeir hafi greitt aukameð-
limagjöld sín fyrir þann tíma, muni þeir
fá umsóknarplögg send sem aðrir. Hvar í
heimi sem þeir búa. S.V.F.R. heldur áfram
VEIÐIMAÐURINN
21