Veiðimaðurinn - 01.12.1972, Síða 25
HRAFN EINARSSON:
r
\
Veiðivonir.
—
Fjórir menn koma gangandi upp frá ánni.
Þeir stefna á kofa, sem stendur á hæð, rétt
ofan við ána. Einn ber stóran lax við hlið
sér, annar veifar tveim smálöxum í vinstri
hendi. Hinir virðast ekkert hafa fengið. Á
öxlum sér bera þeir veiðistangir. Veðurbar-
in andlit og frjálslegar hreyfingar þeirra
renna saman við umhverfið í kvöldskímu
ljósaskiptanna. Veiðimenn á leið heim að
loknum degi.
Geislar hnígandi sólar upplita allt. Tind-
ar fjallanna í austri, sem fyrr í dag voru
hvítir, loga sem eldur. Holt og hæðir, allt
er umvafið rauðu geislaflóði. Kyrrðin, sval-
ur blærinn, öll þessi stórbrotna fegurð lita
og landslags, fyllir sál mannanna vellíðan.
Engin orð geta lýst slíku kvöldi. Kvöldi, sem
alltaf kemur aftur og fer.
Mennimir fjórir hverfa nú inn um dyrn-
ar á veiðikofanum. Kofinn er dökkbrúnn að
lit, gerður úr fjölum, sem era skaraðar
hver yfir aðra. Á þakinu er bárujám, sem
vegna vanhirðu er farið að ryðga. Þar
kveikja þeir á olíulampanum. Birtuna legg-
ur út um gluggann á annarri hliðinni og nú
rýkur úr reykháfnum.
Við skulum hraða okkur innfyrir og svala
forvitninni smá stund. Inni eru veggirnir
þiljaðir með felldum fjölum, sem einu sinni
voru lakkaðar, en eru nú orðnar snjáðar.
Öðrum megin í fremri hlutanum er eldhús-
_______________________________;
krókur. Þar stendur olíuvél á litlu borði.
Fyrir ofan borðið eru skápar, ætlaðir fyrir
leirtau og þess háttar. Hinum megin í her-
berginu er arinn, sem nú skíðlogar í.
Þarna hafa mennirnir fjórir komið sér
þægilega fyrir. Einn situr í mjúkum hæg-
indastól rétt framan við arininn. Annar læt-
ur hendurnar hanga fram yfir bakið á tré-
stól, sem hann hefur sezt öfugt á. Hann er
að virða fyrir sér munnhörpu, sem hann
rétt í þessu dró upp úr vasa sínum. Hinir
tveir láta fara vel um sig á legubekk, undir
glugganum.
Á slíkum kvöldum eru oft sagðar sögur
og margt skrýtið ber á góma. Líf veiði-
mannsins er fullt af ævintýrum. Losnar þá
ekki ósjaldan um málbeinið yfir góðum
kaffibolla við hlýjan arineldinn. Við skulum
leggja við eyrun og hlusta. Sá rauðhærði
með munnhörpuna lítur brosandi upp, slær
úr munnhörpunni á læri sér og segir:
„Þið vitið víst ekki hver er munurinn á
stangaveiðimanni og atvinnuveiðimanni,
togarasjómönnum og svoleiðis. Jú, munur-
inn er sko sá, að atvinnumaðurinn veiðir til
þess að geta lifað, en stangaveiðimaðurinn
lifir til þess að geta veitt.“ Hann hlær
snöggvast ofsalega, en hættir jafnfljótt aft-
ur, er hann verður þess var, að enginn
hinna tekur undir.
Annar mannanna, er situr á legubekkn-
VEIÐIMAÐURINN
23